Hvernig á að ná árangri við val á hlutabréfum og eignastýringu?

Bókin Hlutabréf og eignastýring lýsir helstu aðferðum við val á hlutabréfum og eignastýringu. Í bókinni er dregið saman hvernig hinn almenni fjárfestir getur nýtt sér þessar aðferðir við ávöxtun peninga til að ná settum markmiðum allt eftir því hvort hann ákveður að taka litla eða mikla áhættu.

Bókin kom út árið 2003 og koma við sögu margir af frægustu fjárfestum 20. aldarinnar. Sagt er frá frábærum árangri þeirra og heilræðum til annarra fjárfesta ásamt skondnum atvikum í lífi þeirra.

I. Hluti - Að kaupa sneið af markaðnum eða tímasetja og velja hlutabréfin sjálfur

Saga viðskipta með skráð hlutabréf nær þrjár til fjórar aldir aftur í tímann en aðeins til ársins 1985 á Íslandi. Fjárfestir getur jafnan valið á milli tveggja leiða á markaði, að kaupa hlutdeild í öllum skráðum fyrirtækjum eða velja einstök fyrirtæki og tímasetja kaupin. Fáein almenn atriði til að auka skilning eru sambandið á milli hagsveiflunnar og hlutabréfa, lögmálið um afturhvarf ávöxtunar til langtímameðaltals og samspil hlutabréfa og skuldabréfa sem eru grunnurinn á fjármálamarkaði í hverju landi.

Kafli 1. Hlutabréf: Ein öruggasta uppspretta auðs fyrir almenning
Kafli 2. Tapleikurinn, fjárfesting eða víxlun, og hagsveiflan
Kafli 3. Aðdráttarafl jarðar og afturhvarf til meðaltalsins
Kafli 4. Skuldabréf, vextir og íslenska krónan

1. Hluti (1,5mb)

 

II. Hluti - Wall Street eftir 1900 og upphaf faglegrar greiningar

Snemma á 20. öldinni verða straumhvörf í viðskiptum með hlutabréf þegar Benjamin Graham innleiddi faglega greiningu á rekstri fyrirtækja og virðisleiðina, það að kaupa hlutabréf aðeins á mun lægra verði en áætlað verðmæti þeirra. Fleiri aðferðir við að velja hlutabréf komu í kjölfarið en um miðja öldina hófst önnur bylting er Harry M. Markowitz innleiddi áhættu auk ávöxtunar við val á hlutabréfum.

Kafli 5. Frá Graham til Lynch: Virðis- og vaxtarfjárfesting
Kafli 6. Mótstraums- og momentumaðferðirnar
Kafli 7. Umbyltingin eftir 1950: Harry Markowitz finnur leið til að reikna áhættu
Kafli 8. Markaðurinn veit best: Markowitz og Sharpe móta hlutlausu leiðina
Kafli 9. Afleiður til að opna og loka áhættu

II. Hluti (2mb)

 

III. Hluti - Víxlun og tæknigreining frá 1980

Það að tímasetja kaup og sölu hlutabréfa hefur lengi tíðkast en formlegar og vandaðar aðferðir til þess náðu ekki útbreiðslu fyrr en með tölvuvæðingunni síðast á 20. öldinni. Aðferðir úr tæknigreiningu hafa varpað nýju ljósi á hegðun kaupenda og seljenda á markaði og gert það mögulegt að meta markaðssveifluna með skýrari hætti en áður.

Kafli 10. Að tímasetja kaup og sölu hlutabréfa með tæknigreiningu
Kafli 11. Staða markaðarins í 1–2–3–4 sveiflunni
Kafli 12. Japanskir kertastjakar margfalda hagnað í víxlun: Skóli Pristine

III. Hluti (2,5mb)

 

IV. Hluti - Tímasetning eftir 1990: Grunngreining og tæknigreining fléttast saman

Grunngreining fyrirtækja tók framförum alla 20. öldina og eftir að upplýsingar úr tæknigreiningu bættust við á hlutabréfamarkaði á síðustu tveimur áratugum urðu til leiðir þar sem nýttar eru upplýsingar úr bæði tæknigreiningu og grunngreiningu. Dagblaðið Investor’s Business Daily sem hóf göngu sína árið 1984 var mikill áhrifavaldur á því sviði og breiddi þessa nýju leið út til almennra fjárfesta.

Kafli 13. Betra að leita ekki bara undir ljósastaurnum
Kafli 14. Dollari fyrir 50 cent og 15% arðsemiskrafa Warrens Buffett
Kafli 15. 2.373% ávöxtun í skóla VectorVest hjá dr. DiLiddo
Kafli 16. Investor’s Business Daily er dagblað almennra fjárfesta: Skóli Williams O’Neil

IV. Hluti (2,8mb)

 

V. Hluti - Hlutabréf og eignastýring á 21. öldinni: Hlutlausa leiðin eða tímasetning

Flestir fjárfestar nýta sér hlutabréfasjóði og skuldabréfasjóði við ávöxtun eigna í söfnum sínum. Stýring sjóðanna getur verið hvort sem er hlutlaus eða virk. Við uppbyggingu eigna á 21. öldinni er líklegt að jafnan verði hagfellt að beita tímasetningu við kaup og sölu, hvort sem er á markaðstengdum hlutabréfum eða hlutabréfum í einstökum fyrirtækjum.

Kafli 17. Sendiför Skota til Ameríku 1870 markar upphaf hlutabréfasjóða
Kafli 18. Bogle rekinn frá Wellington og stofnar Vanguard 1974
Kafli 19. Tvöföldun á tíu, sjö eða fimm árum? Skipting eigna í safni
Kafli 20. Hlutabréf og eignastýring: Hlutlaus stýring og tímasetning á sínum stað í hlutabréfahringnum

V. Hluti (2,2mb)

 

Annað efni úr bókinni

Formáli og efnisyfirlit (620kb)
Skrár: Heimildaskrá, atriðisorðaskrá, ensk-íslenskur orðalisti og orðskýringar (330 kb)
Viðauki: Kennitölur, formúlur, vaxtatöflur, vísitölur og fleira (520 kb)
Bókin í heild sinni (12,3mb)
Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.