105 Miðborg slhf.

105 Miðborg er fagfjárfestasjóður í rekstri og stýringu Íslandssjóða sem heldur utan um byggingu fasteigna á Kirkjusandi, stórum þéttingarreit í Reykjavík. Félagið var stofnað í byrjun árs 2018 og eru hluthafar þess 10 íslenskir lífeyrissjóðir, 5 vátryggingafélög og 11 fagfjárfestar. 

 

Byggja á um 150 íbúðir og um 25 þús. m2 atvinnuhúsnæðis, þar á meðal skrifstofur, hótel, verslun og þjónustu á Kirkjusandsreit. Þetta nýja hverfi, á besta stað við strandlengjuna í jaðri Laugardals, verður nýr miðpunktur 105 Reykjavíkur með sjónræna tengingu við miðbæinn í 101. Um er að ræða alls 4 lóðir, en í fyrsta áfanga verður byggt á þremur þeirra. Hönnuðir bygginga fyrsta áfanga eru Schmidt Hammer Lassen architects og VA arkitektar annars vegar og THG arkitektar og Stúdíó Arnhildar Pálmadóttur hins vegar. Framkvæmdir hófust í maí 2018 og áætlaður líftími félagsins er um 5 ár. 

 

Eigið fé félagsins er 4 milljarðar króna og heildarstærð verkefnis 22 milljarðar króna.

 

https://105midborg.is/

 

Framkvæmdastjóri félagsins er Jónas Þór Jónasson.