Stjórn

Sylvía Kristín Ólafsdóttir

Stjórnarformaður

Sylvía var kjörin í stjórn félagsins í apríl 2021. Hún starfar sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair Group. Áður starfaði hún m.a. sem framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Origo, forstöðumaður hjá Icelandair Group frá 2018- 2020, forstöðumaður hjá Landsvirkjun frá 2015-2018 og einnig hefur hún starfað fyrir Amazon í Evrópu og Seðlabanka Íslands. Sylvía er með M.Sc. próf í Operational Research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía á sæti í stjórn félags sem tengist ekki starfsemi Íslandssjóða. Sylvía og tengdir aðilar eiga ekki eignarhlut í Íslandssjóðum og er hún óháð bæði félaginu og stórum hluthöfum þess og hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandssjóða. Sylvía situr í starfskjaranefnd Íslandssjóða. Sylvía hefur ekki tekið að sér dagleg störf fyrir félagið. Hún er fædd árið 1980.

 

Kristján Björgvinsson

Varaformaður stjórnar

Kristján var fyrst kjörinn í stjórn félagsins sem varamaður en kom inn sem aðalmaður í apríl 2012. Hann er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Hrafnistu og Sjómannadagsráðs og starfaði áður m.a. sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu frá 2010 til 2018, við endurskipulagningu á innri rekstri SPRON/Dróma 2009-2010 og sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Geysis Green Energy 2007-2008. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með M.Sc. gráðu í fjármálum frá HÍ auk þess að vera með próf í verðbréfaviðskiptum. Kristján eða tengdir aðilar eiga ekki eignarhlut í Íslandssjóðum og er hann óháður bæði félaginu og stórum hluthöfum þess og hefur ekki hagsmuna-tengsl við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandssjóða. Kristján situr í endurskoðunarnefnd Íslandssjóða en hefur ekki tekið að sér dagleg störf fyrir félagið. Hann er fæddur árið 1964.

Jensína Kristín Böðvarsdóttir

Meðstjórnandi

Jensína Kristín var kjörin í stjórn félagsins í apríl 2016. Hún er framkvæmdastjóri og eigandi Vinnvinn, ráðningar og ráðgjöf. Þar áður var hún Associate Partner hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Valcon. Hún var framkvæmdastjóri Global Strategic Planning og HR hjá Alvogen frá 2015 til 2018 og starfaði áður m.a. sem framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015 og sem forstöðumaður sölu á einstaklingssviði Símans 2007-2010. Jensína er með BA gráðu í auglýsingafræði frá San Jose State University og MBA gráðu frá University of San Diego. Jensína á sæti í stjórn félags sem tengist ekki starfsemi Íslandssjóða. Jensína situr í stjórn Haga og auk þess er hún formaður tilnefningarnefndar Símans og VÍS. Jensína eða tengdir aðilar eiga ekki eignarhlut í Íslandssjóðum og er hún óháð bæði félaginu og stórum hluthöfum þess og hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandssjóða. Jensína situr í starfskjaranefnd Íslandssjóða. Jensína hefur ekki tekið að sér dagleg störf fyrir félagið.  Hún er fædd árið 1969.

Sigurður B Stefánsson

Meðstjórnandi

Sigurður var kjörinn í stjórn félagsins í apríl 2017. Hann er sjálfstætt starfandi og starfaði áður m.a. sem sjóðstjóri hjá Rose Invest 2009-2011, sjóðstjóri og formaður fjárfestingaráðs hjá Eignastýringu Landsbankans 2011-2013 og hagfræðingur hjá Landsbankanum frá 2013-2015. Sigurður er með B.Sc. Hons. í verkfræði frá háskólanum í Edinborg, M.Sc. í stjórnunarfræði frá London School of Economics, M.Sc. í stærðfræðilegri hagfræði frá sama skóla og Ph.D. í hagfræði frá háskólanum í Essex. Hann á sæti í stjórn félags sem tengist ekki starfsemi Íslandssjóða. Sigurður eða tengdir aðilar eiga ekki eignarhlut í Íslandssjóðum og er hann óháður bæði félaginu og stórum hluthöfum þess og hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandssjóða. Sigurður situr í endurskoðunarnefnd Íslandssjóða en hefur ekki tekið að sér dagleg störf fyrir félagið. Hann er fæddur árið 1947. 

Varamenn

Hólmfríður Einarsdóttir

B.Sc. Business and International Marketing

Steinunn Bjarnadóttir

Rekstrarfræðingur 

>> Starfsreglur stjórnar (PDF)

 

Endurskoðunarnefnd

Kristján Björgvinsson, formaður

Viðskiptafræðingur, M.Sc. í fjármálum, próf í verðbréfaviðskiptum - Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Hrafnistu

Sigurður B. Stefánsson

B.Sc. Hons. í verkfræði, M.Sc. í stjórnunarfræði og í stærðfræðilegri hagfræði, Ph.D. í hagfræði

Þorgerður Marinósdóttir 

Viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi - Endurskoðandi hjá Landsvirkjun 

>> Erindisbréf endurskoðunarnefndar (PDF)

 

Starfskjaranefnd

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, formaður

B.Sc. iðnaðarverkfræði, M.Sc. Operational Research. Framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair

Jensína Kristín Böðvarsdóttir, meðstjórnandi

B.A. í auglýsingafræði, MBA - Framkvæmdastjóri og eigandi ráðgjafastofunnar Vinn vinn

>> Erindisbréf starfskjaranefndar (PDF)
>> Starfskjarastefna (PDF)


Endurskoðendur

Endurskoðendur Íslandssjóða er endurskoðunarfélagið KPMG. Skyldur endurskoðenda eru m.a. óháð endurskoðun árs- og árshlutareikninga og framkvæmd könnunaraðgerða í tengslum við reikningana. Hrafnhildur Helgadóttir, löggiltur endurskoðandi, er fulltrúi endurskoðenda gagnvart Íslandssjóðum en hún er ein af eigendum KPMG og er jafnframt stjórnarformaður KPMG. Hrafnhildur hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum, lífeyrissjóðum og stofnunum.