IS Haf fjárfestingar slhf. 

Sjóðurinn IS Haf fjárfestingar slhf. var stofnaður í upphafi árs 2023. Um lokaðan sjóð er að ræða og nemur stærð hans 10 milljörðum króna. Fjárfestingargeta sjóðsins getur numið margfaldri stærð hans með meðfjárfestingarheimild hluthafa.

Á meðal fjárfesta í sjóðnum er Útgerðarfélag Reykjavíkur en félagið er rótgróið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki og reyndur fjárfestir á sviði sjávarútvegs. Aðrir fjárfestar eru að mestu leyti íslenskir lífeyrissjóðir.

Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum félögum á Íslandi, eða félögum með sterka tengingu við Ísland, sem eru í haftrengdri starfsemi. Fjárfestingum er dreift meðal fimm flokka og mun sjóðurinn fjárfesta í félögum sem starfa á ólíkum stað í virðiskeðju sjávarfangs:

 

  • Hráefni í sjávarútvegi og fiskeldi
  • Haftengd tækni
  • Innviðir og þjónusta við sjávarútveg og fiskeldi
  • Sala, ráðgjöf og markaðsstarfsemi
  • Sjávarlíftækni

 

Sjóðurinn leggur áherslu á sjálfbærni og mun samþætta umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti (UFS þætti) inn í alla greiningarvinnu, ákvarðanatöku og virkt eignarhald. Sjóðurinn horfir til þess að vera meirihlutaeigandi en getur einnig fjárfest í minnihluta með sterka minnihlutavernd þannig að sjóðurinn sé í stöðu til að hafa áhrif á framgang og stjórnun viðkomandi fyrirtækis.

 

Nánari upplýsingar veita:

Kristrún Auður Viðarsdóttir                                     Brynjólfur Gísli Eyjólfsson
Sjóðstjóri                                                                          Sjóðstjóri

s: 844-4788                                                                     s: 853-1021

kristrun@islandssjodir.is                                             bge@islandssjodir.is