IS Einkasöfn
IS Einkasöfn eru fjárfestingarsjóðir þar sem bjóðast fjölbreyttar leiðir til að byggja upp dreifðan sparnað til lengri eða skemmri tíma. Ólíkar sjóðsdeildir IS Einkasafna bjóða upp á mismunandi áherslur í samsetningu fjárfestinga og fjárfestingartíma. Sjóðunum er stýrt af sérfræðingum sem vakta tækifæri á markaði.
Hvert og eitt IS Einkasafn skiptist í flokka A og B. Flokkur B er fyrir fjárfesta sem eru með samning um eignastýringu eða fjárfestingarráðgjöf við Íslandsbanka, en flokkur A er fyrir aðra almenna fjárfesta. Allir sem eiga hlutdeild í safni eiga jafnan rétt til tekna og eigna þess í hlutfalli við hlutdeild sína, en umsjónarlaun í flokki B eru lægri.
Viðskiptavinir geta valið á milli mismunandi fjárfestingarstefna innan sjóðsins. Þegar valin er fjárfestingarleið er mikilvægt að líta til áhættuþols hvers og eins viðskiptavinar. Almennt má búast við meiri sveiflum í safni eftir því sem vægi hlutabréfa er hærra. Sjá nánar, áhætta og áhættuflokkun.
IS Einkasöfn |
Hentugur fjárfestingartími |
Áhættuflokkun |
2 ár+ 3 ár+ 4 ár+ 4 ár+ 5 ár+ 5 ár+ 5 ár+
|
Flokkur 2 Flokkur 3 Flokkur 3 Flokkur 4 Flokkur 4 Flokkur 6 Flokkur 6
|
Tafla síðast uppfærð 04.01.21.
Fjárfestar eru hvattir til þess að kynna sér efni útboðslýsingar IS Einkasafna af kostgæfni sem og upplýsingablöð.
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.