Reykjavíkurborg

Meðal verkefna sem geta fallið undir Grænu umgjörðina hjá Reykjavíkurborg er t.a.m. uppbygging Borgarlínu, lagning hjólreiðastíga og göngustíga, LED væðing götulýsingar, hleðslustöðvar fyrir rafbíla og fleira sem sparar orku og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Græn umgjörð Reykjavíkurborgar er með staðfestingu frá CICERO (Center for International Climate Research) en margir útgefendur grænna skuldabréfa í Evrópu leita til þeirra miðstöðvar sem er leiðandi í alþjóðlegum loftlagsrannsóknum og baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Samkvæmt mati CICERO fær Græn umgjörð Reykjavíkurborgar hæstu einkunn, dökkgrænan (Dark Green), og allir undirflokkar og verkefni fá einnig dökkgræna einkunn.

Litið er sérstaklega til stjórnsýslulegs fyrirkomulags hjá Borginni sem fær hæstu einkunn eða framúrskarandi (Excellent).

https://reykjavik.is/graen-skuldabref-green-bonds

Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.