Starfsfólk

Bergrún Björnsdóttir

Bergrún hóf störf hjá Íslandssjóðum í janúar 2024 en hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2005. Hún var fjárfestingastjóri hjá Lífeyrissjóði Verzlunarmanna, starfaði sem framkvæmdastjóri Íslenskra heilsulinda auk þess að hafa verið um árabil sjóðstjóri og sérfræðingur í sérhæfðum fjárfestingum hjá Landsbréfum. B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Próf í verðbréfaviðskiptum. 

Birgir Ottó Hillers

Birgir hóf störf hjá Íslandssjóðum 2015. Starfaði áður hjá Fjármálaeftirlitinu og Íslandsbanka. Hann hefur starfað við lögfræðistörf á fjármálamarkaði síðan 2009. Lögfræðingur með M.L. og B.A. frá Lagadeild Háskólans í Reykjavík og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.

Brynjólfur Gísli Eyjólfsson

Brynjólfur hóf störf í sérhæfðum fjárfestingum hjá Íslandssjóðum árið 2022. Hann hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri hjá Brimi hf. og hefur sinnt ráðgjafastörfum hjá PwC, ParX og Capacent. Brynjólfur er með B.Sc. gráðu í líffræði, M.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá NHH.

Brynjólfur Stefánsson

Brynjólfur hóf störf hjá Íslandssjóðum í apríl 2018. Starfaði á árunum 2006-2016 hjá bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley í New York þar sem hann stýrði afleiðubók bankans í hráolíu. Á tímabilinu 2003-2004 starfaði hann í áhættustýringu Íslandsbanka áður en hann fór út í framhaldsnám. B.Sc. í iðnaðarverkfræði, B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ og M.Sc. í fjármálaverkfræði frá Columbia University. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Davíð Stefánsson

Davíð hóf störf hjá Íslandssjóðum 2013. Hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2004. Víðtæk reynsla af fyrirtækjaráðgjöf, fjárhagslegri endurskipulagningu og sérhæfðum fjárfestingum. Viðskiptafræðingur með B.Sc. í Finance og MBA frá Winthrop University í Suður Karólínu, USA. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Gísli Elvar Halldórsson

Gísli Elvar hóf störf hjá Íslandssjóðum í upphafi árs 2021. Starfað áður hjá Íslandsbanka og forverum hans frá árinu 2002 og m.a. sem útibússtjóri frá árinu 2014.  B.A. í stjórnmálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Gísli Halldórsson

Gísli hóf störf hjá Íslandssjóðum 2015. Starfaði áður hjá VÍB, eignastýringu Íslandsbanka, við fjármálaráðgjöf frá árinu 2012. B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið einu prófi hjá CFA-stofnuninni. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Halldóra Skúladóttir

Halldóra hóf störf hjá Íslandssjóðum í maí 2017 en hefur starfað við eignastýringu fyrir viðskiptavini einkabankaþjónustu, fagfjárfesta og lífeyrissjóða hjá Íslandsbanka frá árinu 2000. Cand. Oecon af fjármálasviði frá Háskóla Íslands. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Helga Óskarsdóttir

Helga hóf störf hjá Íslandssjóðum 2015. Hefur starfað á fjármálamarkaði frá 2006. Starfaði fyrst í afleiðudeild hjá Mörkuðum Íslandsbanka 2006-2008 og í skuldabréfamiðlun frá 2008-2015. B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Ingólfur Snorri Kristjánsson

Ingólfur hóf störf hjá Íslandssjóðum 2015. Hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2003 bæði í markaðsviðskiptum og við eignastýringu. Hefur víðtæka reynslu af stýringu á innlendum og erlendum verðbréfasjóðum ásamt miðlun gjaldeyris, verðbréfa og afleiðna til fagfjárfesta. B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Jóhannes Hauksson

Jóhannes hóf störf hjá Íslandssjóðum 2013. Hefur starfað á fjármálamarkaði síðan 1999. Starfaði sem forstöðumaður fyrirtækjalausna hjá Íslandsbanka sem annaðist fjárhagslega endurskipulagningu 2009-2013. Vann áður á fyrirtækjasviði Íslandsbanka. Er Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur lokið Advanced Management Program frá IESE Business School í  Barcelona.

Jónas Þór Jónasson

Jónas hóf störf hjá Íslandssjóðum 2016. Starfaði áður við fasteignatengd verkefni í 16 ár. Sérfræðingur í fasteignaþróun og fjárfestingum. B.Sc. í viðskiptafræði og meistarapróf í markaðsfræðum frá Háskóla Íslands og MBA af Alþjóðafjármálalínu frá Háskólanum í Reykjavík. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Katrín Huld Grétarsdóttir

Katrín Huld hóf störf hjá Íslandssjóðum í maí 2017 en starfaði áður sem fjárfestingastjóri hjá Íslandsbanka síðan 2009. Vann við ráðgjöf og ýmis sérfræðistörf hjá bankanum frá 2004-2009. B.Sc. Í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Katrín Kristinsdóttir

Katrín hóf störf hjá Íslandssjóðum í maí 2021. Aðstoðarkennari í stýringu fjármálasafna. B.Sc. í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Kjartan Smári Höskuldsson

Kjartan Smári hóf störf sem framkvæmdastjóri Íslandssjóða í október 2016. Starfaði áður við eignastýringu í 13 ár, lengst af sem stjórnandi í ráðgjöf og þjónustu til fagfjárfesta og fjármögnun sérhæfðra verkefna. B.A. í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráða í alþjóðaviðskiptum frá UAB háskóla í Barcelona. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Kristrún Auður Viðarsdóttir

Kristrún Auður hóf störf hjá Íslandssjóðum í mars 2017. Starfaði áður í 8 ár hjá Íslandsbanka á fyrirtækjasviði, VÍB og á skrifstofu bankastjóra. Vann áður hjá Citigroup Private Bank í New York og London. B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk MBA og meistaragráðu í upplýsingakerfum frá Boston University. Próf í verðbréfaviðskiptum

Mogens Mogensen

Mogens hóf störf hjá Íslandssjóðum 1999. Hefur starfað á verðbréfamarkaði síðan 1999 og hefur reynslu af stýringu á innlendum hlutabréfasjóðum síðan 2001 auk þess að hafa stýrt skuldabréfasjóðum í 5 ár. Umsjón með sjóðum í slitaferli frá árinu 2009. Cand. Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Sara Margareta Fuxén

Sara hóf störf hjá Íslandssjóðum í september 2017. Starfaði áður í 14 ár hjá Íslandsbanka á viðskiptabankasviði og eignastýringasviði, siðast sem forstöðumaður hjá VÍB. Hefur víðtæka reynslu af fjármálaráðgjöf og þjónustu til einstaklinga og rekstur séreignarsparnaðar. Sara er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum.

Sigurður Guðjón Gíslason

Sigurður hóf störf hjá Íslandssjóðum 2007 við eignastýringu einstaklinga og fagfjárfesta. Hefur talsverða reynslu úr verktakageiranum og vann áður sem fjármálastjóri jarðvinnufyrirtækis. B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráða í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Steen Henriksen

Steen hóf störf hjá Íslandssjóðum 2022. Starfaði á árunum 2013-2021 sem áhættustjóri hjá Borgun og þar áður frá 2007-2013 í áhættustýringu Íslandsbanka og forverum hans. M.Sc. í stærðfræði og B.Sc. í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla.

Vignir Þór Sverrisson

Vignir hóf störf hjá Íslandssjóðum í maí 2017. Hann hefur starfað á fjármálamörkuðum frá árinu 1999, lengst af í eigna-og sjóðastýringu bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Starfaði áður hjá Íslandsbanka frá árinu 2006, fyrst í afleiðudeild og síðan hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. Vignir er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum.