Íslandsbanki

Íslandsbanki var fyrstur íslenskra banka til að skilgreina og birta sérstakan ramma utan um sjálfbær lán í eignasafni sínu, sem var skilyrði fyrir útgáfu á sjálfbærum skuldabréfum Íslandsbanka. Íslandsbanki hefur skilgreint ramma utan um þau lán og fjárfestingar í eignasafni sínu sem flokkast sem sjálfbær og samanstendur hann af grænum flokki fyrir umhverfismál, bláum flokki fyrir sjálfbærar fiskveiðar og rauðum flokki fyrir félagslega uppbyggingu.

Sjálfbærniráð ber ábyrgð á því að tryggja hæfi verkefna ásamt því að varðveita trúðverðugleika rammans. Árlega er birt skýrsla, ásamt ytra áliti, um úthlutun og áhrif lána innan rammans og þeirrar fjármögnunar sem sótt er á grundvelli hans.

Íslandsbanki hefur skilgreint sjálfbæran fjármálaramma í samræmi við „Green, Social and Sustainability Bond Principles“ sem eru alþjóðleg viðmið gefin út af ICMA, Alþjóðasamtökum aðila á verðbréfamarkaði. Ramminn samanstendur af grænum flokki fyrir umhverfismál, bláum flokki fyrir sjálfbær verkefni í sjávartengdum atvinnugreinum og rauðum flokki fyrir verkefni sem styðja við félagslega uppbyggingu. Sustainalytics sem er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á svði sjálfbærni hefur gefið jákvætt álit á rammanum en sjálfbærniráðgjafafyrirtækið CIRCULAR Soluations veitti ráðgjöf við þróun hans.

https://www.islandsbanki.is/is/grein/sjalfbaer-fjarmalarammi

 

Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.