Skattamál

Um skattlagningu hagnaðar af hlutdeildarskírteinum gilda eftirfarandi lög:

>> Lög um tekjuskatt nr. 90/2003
>> Lög um fjármagnstekjuskatt nr. 94/1996
>> Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987

 

Íslandsbanki, vörsluaðili Íslandssjóða, sér um að standa skil á fjármagnstekjuskatti skv. 3. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Hann reiknast þegar hlutdeildarskírteini eru seld með hagnaði eða þegar tekjur eru greiddar af hlutdeildarskírteinum. Frekari skattlagning getur þó komið til.

 

Vakin skal athygli á því að skattameðferðin ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í.

 

Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif þess að fjárfesta í sjóðum.


Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.