Valmynd
IS Fyrirtækjalánasjóður
Sérhæfður fagfjárfestasjóður í rekstri Íslandssjóða, stofnaður í ágúst 2021. Eins og nafn sjóðsins gefur til kynna fjárfestir sjóðurinn í útlánum til fyrirtækja. Sjóðurinn er samlánveitandi í slíkum lánum samhliða Íslandsbanka. Sjóðurinn veitir þannig fagfjárfestum aðgang að markaði sem hefur að mestu verið takmarkaður við banka. Tilkoma sjóðsins mætir einnig fjármögnunarþörf fyrirtækja og styður við góð verkefni sem undirbyggja hagvöxt.