Góðir sjóðir - ábyrg ávöxtun í allra þágu

  • Meginmarkmið Íslandssjóða er að tryggja viðskiptavinum góða langtímaávöxtun.
  • Við vitum að umhverfismál (U), félagslegir þættir (F) og stjórnarhættir (S) hafa áhrif á velgengni fyrirtækja og þar með einnig áhættu og ávöxtun af fjárfestingum.
  • Þess vegna tökum við tillit til UFS þátta í öllum okkar ákvörðunum um fjárfestingar og höfum um leið jákvæð áhrif á umhverfi okkar og samfélag.

Starfsfólk Íslandssjóða notar aðferðir ábyrgra fjárfestinga í allri eignastýringu. Íslandssjóðir hf. undirritaði samstarfssamning við PRI (Principles for Responsible Investing) í desember 2017 og er einn af stofnaðilum IcelandSIF (Iceland Sustainable Investment Forum).

Kaupa í sjóðum

Blandaðir sjóðir

Blandaðir sjóðir Íslandssjóða leggja áherslu á dreifð eignasöfn þar sem áhættunni er dreift á milli nokkurra eignaflokka á borð við hlutabréf, skuldabréf og innlán.

IS Einkasafn B
Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta
Fjárfestingartími:bar3 ár+
1.505,88
2,79  (0,19%)
Gengi 11.07.2024

Sjóðurinn fjárfestir í innlendum skuldabréfum og innlánum, innlendum og erlendum hlutabréfum, bæði í gegnum sjóði og með beinum hætti. Sjóðurinn er einnig með heimildir til að fjárfesta í erlendum skuldabréfum. Samtala hlutabréfa og hlutabréfasjóða má ekki fara yfir 15%.

Nafnávöxtun
IS Einkasafn C
Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta
Fjárfestingartími:bar4 ár+
1.601,29
2,77  (0,17%)
Gengi 11.07.2024

Sjóðurinn fjárfestir í innlendum skuldabréfum og innlánum, innlendum og erlendum hlutabréfum, bæði í gegnum sjóði og með beinum hætti. Sjóðurinn er einnig með heimildir til að fjárfesta í erlendum skuldabréfum. Samtala hlutabréfa og hlutabréfasjóða má ekki fara yfir 30%.

Nafnávöxtun
IS Einkasafn D
Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta
Fjárfestingartími:bar4 ár+
1.751,36
2,76  (0,16%)
Gengi 11.07.2024

Sjóðurinn fjárfestir í innlendum skuldabréfum og innlánum, innlendum og erlendum hlutabréfum, bæði í gegnum sjóði og með beinum hætti. Sjóðurinn er einnig með heimildir til að fjárfesta í erlendum skuldabréfum. Samtala hlutabréfa og hlutabréfasjóða má ekki fara yfir 50%.

Nafnávöxtun
IS Einkasafn E
Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta
Fjárfestingartími:bar5 ár+
2.147,21
2,70  (0,13%)
Gengi 11.07.2024

Sjóðurinn fjárfestir í innlendum skuldabréfum og innlánum, innlendum og erlendum hlutabréfum, bæði í gegnum sjóði og með beinum hætti. Sjóðurinn er einnig með heimildir til að fjárfesta í erlendum skuldabréfum. Samtala hlutabréfa og hlutabréfasjóða má ekki fara undir 15% og ekki yfir 75%.

Nafnávöxtun
IS Einkasafn Erlent (ISK)
Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta
Fjárfestingartími:bar5 ár+
2.176,78
2,83  (0,13%)
Gengi 11.07.2024

Sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum, bæði í gegnum sjóði og með beinum hætti. Sjóðurinn er einnig með heimildir til að fjárfesta í erlendum skuldabréfum og innlánum. Hægt er að fjárfesta í sjóðnum bæði með íslenskum krónum og bandarískum dollar.

Nafnávöxtun
IS Einkasafn Erlent (USD)
Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta
Fjárfestingartími:bar5 ár+
15,83
0,04  (0,28%)
Gengi 11.07.2024

Sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum, bæði í gegnum sjóði og með beinum hætti. Sjóðurinn er einnig með heimildir til að fjárfesta í erlendum skuldabréfum og innlánum. Hægt er að fjárfesta í sjóðnum bæði með íslenskum krónum og bandarískum dollar.

Nafnávöxtun
IS Eignasafn - Ríki og sjóðir
Verðbréfasjóður
Fjárfestingartími:bar2 ár+
1.745,85
3,76  (0,22%)
Gengi 11.07.2024

Sjóðurinn má fjárfesta í sjóðum sem fjárfesta í innlendum og erlendum skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs, ábyrgð sveitarfélaga, öðrum skuldabréfum og innlánum fjármálafyrirtækja. Sjóðurinn má einnig fjárfesta beint í innlendum og erlendum skuldabréfum með ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga. Einnig má sjóðurinn fjárfesta beint í innlánum.

Nafnávöxtun

Skuldabréfasjóðir

Skuldabréfasjóðir Íslandssjóða einblína á fjárfestingar í innlendum skuldabréfum. Þau geta verið bæði verðtryggð eða óverðtryggð og með eða án ábyrgð ríkissjóðs eftir því hvaða sjóður er valinn.

IS Græn skuldabréf
Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta
Fjárfestingartími:bar2 ár+
2.114,63
3,69  (0,17%)
Gengi 11.07.2024

Sjóðurinn er valkostur fyrir sparifjáreigendur sem leggja áherslu á umhverfis- og samfélagsmál án þess að slá af kröfum um samkeppnishæfa langtíma ávöxtun og hentar sjóðurinn fjárfestum sem vilja ávaxta fé í þrjú ár eða lengur. Sjóðurinn fjárfestir í grænum skuldabréfum og ríkisskuldabréfum. 

Nafnávöxtun

Hlutabréfasjóðir

Hlutabréfasjóðir Íslandssjóða fjárfesta fyrst og fremst í innlendum hlutabréfum. 

IS EQUUS Hlutabréf
Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta
Fjárfestingartími:bar5 ár+
1.686,34
1,68  (0,10%)
Gengi 11.07.2024
Sjóðurinn er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta sem fjárfestir í hlutabréfum skráðum í Kauphöll Íslands eða öðrum fjármálagerningum tengdum hlutabréfum. Sjóðurinn hefur rýmri heimildir en aðrir sjóðir Íslandssjóða sem fjárfesta í hlutabréfum.
Nafnávöxtun

Yfirlit sjóða

Hér sérðu yfirlit yfir alla sjóði Íslandssjóða og nafnávöxtun þeirra. Smelltu á "Kaupa í sjóði" til að eiga viðskipti með þá.

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Bent skal á að ávöxtunartölur vísa til fortíðar og að árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst ef fjárfestingin er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða en þar er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættuþætti, fjárfestingarheimldir og notkun afleiðna.

Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.

Gengisþróun og ávöxtun

Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt viðkomandi sjóðs.