IS Einkasafn Erlent (USD)

Hentugur fjárfestingartími: 5 ár+

Fyrir hvern?

Sjóðurinn hentar þeim sem vilja fjárfesta á erlendum mörkuðum og horfa til fjárfestinga til fimm ára eða lengur. Sjóðurinn fjárfestir bæði í erlendum hlutabréfum og skuldabréfum.

Helstu kostir

  • Einföld leið til fjárfestinga á erlendum mörkuðum
  • Virk stýring og eignadreifing milli skuldabréfa og hlutabréfa
  • Sérfræðingar vakta tækifæri á markaði
  • Sveigjanleg fjárfestingarstefna
  • Engin binding
  • Skattalegt hagræði

Gengi (fl.A)
12,35
-0,13 (-1,01%)
Gengi (fl.A)29.10.2020
Nafnávöxtun, í USD
Erlend hlutabréf
87.8
Innlán  6.2
Hrávörur
1.4

Eignasafn og stefna

Markmið sjóðsins er langtíma hækkun eigna með virkri eignastýringu. Sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum og skuldabréfum.

Staða 01.10.2020

Gengisþróun

Grunnupplýsingar

Tegund sjóðs
Fjárfestingarsjóður
Stofnár
2016
Grunnmynt
USD
Lágmarkskaup
USD 100
Lágmarkskaup í áskrift
USD 50
Rekstraraðili
Íslandssjóðir hf.
Vörsluaðili
Íslandsbanki hf.
Sjóðsstjóri/ar
Sigurður G. Gíslason

Þóknanir og viðskiptapantanir

Kostnaður við kaup
1,00%
Árleg umsjónarlaun
fl. A* 1,25% / fl. B* 0,60%
Afgreiðslugjald
USD 8
Uppgjörstími
3 viðsk.dagar (T+3)
Viðmiðunartími
kl. 15:00
Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst samfara fjármögnun fjárfestingarinnar með lánsfé. Fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir sem leitt getur til minni áhættudreifingar. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst því almennt vera áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði.

Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða, sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. 

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun sjóðs undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun sjóðs yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar sjóðs miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi sjóðs. Búið er að taka tillit til umsýsluþóknunar í öllum ávöxtunartölum.

Fjárfesting sjóðs í afleiðum

Í sumum tilvikum getur hluti af fjárfestingarstefnu sjóða verið að nota afleiður til að fastsetja hagnað, draga úr áhættu, festa verð á verðbréfum vegna fyrirsjáanlegra innlausna eða til að bregðast við markaðsaðstæðum. Fjárfestum er bent á að kynna sér nánari útskýringar á beitingu afleiðna sem er að finna í útboðslýsingum viðkomandi sjóða.

Skattameðferð

Vakin skal athygli á því að skattameðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.