Hrávörusjóðurinn - Commodity Strategy

Hrávörusjóðurinn er sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða. Markmið sjóðsins er langtíma hækkun eigna með fjárfestingum í fjármálagerningum með hrávöruáhættu, einkum afleiðum, hrávöruvísitölusjóðum sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulögðum markaði eða öðrum sjóðum sem sérhæfa sig í hrávöruáhættu.

Sjóðurinn hefur heimildir til þess að nota afleiður til stöðutöku, sem hluta af fjárfestingarstefnu sinni og sem hluta af áhættustýringu.

 

Sjóðstjóri Hrávörusjóðsins er Brynjólfur Stefánsson.