Valmynd

Árshlutauppgjör Íslandssjóða 2018

Stöðugleiki einkenndi starfsemi Íslandssjóða hf. á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður félagsins nam 108 milljónum króna en 11,2% aukning varð á þóknanatekjum á milli ára. Nú starfa hjá félaginu 20 sérfræðingar í eignastýringu, 9 konur og 11 karlar. Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 256 milljarðar króna í lok tímabilsins. Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka.

Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu sex mánuði ársins 2018

 • Hagnaður félagsins eftir skatta var 108 m.kr. samanborið við 114 m.kr. fyrir sama tímabil 2017 og dróst saman um 5,2%.
 • Þóknanatekjur námu 686 m.kr. samanborið við 617 m.kr. árið áður og hækkuðu um 11,2%.
 • Rekstrargjöld námu 572 m.kr. samanborið við 551 m.kr. og hækkuðu um 3,8%.
 • Eigið fé 30. júní 2018 var 2.104 m.kr. en var 2.180 m.kr. í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall, reiknað samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 59,9% í lok júní, en þetta hlutfall má lægst vera 8,0%.
 • Í lok júní 2018 voru 27 verðbréfa- og fjárfestingasjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 130 milljörðum króna samanborið við 124 milljarða í árslok 2017.

  Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:
  „Íslandssjóðir hafa náð að vaxa og dafna þrátt fyrir harða samkeppni og krefjandi aðstæður á innlendum verðbréfamarkaði undanfarið. Um tíu þúsund íslenskir sparifjáreigendur velja sjóði Íslandssjóða til að ávaxta sparnaðinn sinn og margir hafa verið viðskiptavinir okkar í meira en 20 ár. Þar ræður mestu reynslumikið og öflugt starfsfólk sem veitir faglega eignastýringarþjónustu. Þessi vöxtur hefur skilað sér í aukinni sérþekkingu starfsmanna, sem hefur gert okkur kleift að þróa nýja og spennandi fjárfestingarkosti, bæði fyrir almenna sparifjáreigendur og fagfjárfesta“. 

  Árshlutareikningur félagsins er aðgengilegur á heimasíðu félagsins: www.islandssjodir.is 
  Nánari upplýsingar veitir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri, í síma 844 2950 eða kjartan@islandssjodir.is