Valmynd

Afkoma Íslandssjóða hf. árið 2022

Hagnaður af rekstri Íslandssjóða var 640 milljónir króna árið 2022. Rekstur félagsins var stöðugur á árinu og námu þóknanatekjur 2.157 milljónum króna. Eignastýringarmarkaðurinn einkenndist nokkuð af erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum á árinu sem kom niður á ávöxtun og afkomu af verðbréfaeignum.

Hjá Íslandssjóðum starfa 22 sérfræðingar sem nýta aðferðir ábyrgra fjárfestinga í allri eigna- og sjóðastýringu. Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 388 milljarðar króna í árslok. Þá stýra Íslandssjóðir 22 sjóðum fyrir almenna fjárfesta, en hrein eign sjóðanna var 207 milljarðar króna um áramót. Íslandssjóðir eru stærsti aðilinn á sjóðamarkaði fyrir almenna fjárfesta með um 30% markaðshlutdeild.

Afkoma Íslandssjóða á árinu 2022

• Hagnaður félagsins eftir skatta var 640 m.kr. samanborið við 1.011 m.kr. árið 2021.
• Þóknanatekjur námu 2.157 m.kr. samanborið við 2.213 m.kr. árið áður og lækkuðu um 2,5%.
• Rekstrargjöld námu 1.324 m.kr. samanborið við 1.279 m.kr. árið 2021 og hækkuðu um 3,5%.
• Launakostnaður nam 562 m.kr. og lækkaði um 5% á milli ára.
• Eigið fé í árslok 2022 var 2.119 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 51,2% en má lægst vera 8%.

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:


„Nú er að baki ár sem einkenndist af sveiflum og krefjandi aðstæðum á innlendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem rekja má meðal annars til stríðsátaka, vaxtahækkana, verðbólgu og afleiðinga Covid-19. Þá skiptir máli að sparifjáreigendur hugi vel að áhættudreifingu og langtímahugsun í fjárfestingum sínum. Í kjölfar krefjandi tímabila renna oft upp oft tímar góðrar ávöxtunar og þá er mikilvægt að missa ekki sjónar af þeim tækifærum sem skapast á markaði.“

Íslandssjóðir er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka.

Ársreikning félagsins er að finna hér

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, í síma 844 2950.