Valmynd

Ársuppgjör Íslandssjóða 2019

Hagnaður verðbréfa- og fjárfestingasjóða Íslandssjóða nam 10,4 milljörðum á árinu 2019 en hagnaðurinn sem nær tvöfaldaðist milli ára rennur til viðskiptavina Íslandssjóða í formi ávöxtunar. 

Skiluðu allir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir jákvæðri raunávöxtun. Þá skilaði IS EQUUS Hlutabréf bestu ávöxtun slíkra sjóða á landinu og fleiri sjóðir Íslandssjóða voru í efsta sæti í sínum flokki á landsvísu samkvæmt flokkun Keldunnar (keldan.is).
Íslandssjóðir högnuðust um 436 milljónir króna árið 2019 og námu hreinar rekstrartekjur 1.713 milljónum króna. Starfsfólk Íslandssjóða nýtir aðferðir ábyrgra fjárfestinga í allri eignastýringu. Þá stýra Íslandssjóðir eina græna skuldabréfasjóði landsins. Hjá Íslandssjóðum starfar 21 sérfræðingur í eignastýringu, tíu konur og ellefu karlar. Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 309 milljarðar króna í árslok.

Afkoma Íslandssjóða hf. árið 2019

  • Hagnaður verðbréfa- og fjárfestingasjóða, í formi ávöxtunar til viðskiptavina, var 10.421 m.kr. samanborið við 5.295 m.kr. árið 2018. Sjóðirnir eru 22 talsins og nam hrein eign þeirra um 170 milljörðum króna í árslok.
  • Hagnaður Íslandssjóða hf. nam 436 m.kr. eftir skatta samanborið við 278 m.kr. árið 2018.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 1.713 m.kr. samanborið við 1.469 m.kr. árið áður.
  • Rekstrargjöld námu 1.168 m.kr. samanborið við 1.121 m.kr. árið áður.
  • Eigið fé í árslok 2019 nam 2.433 m.kr. en var 2.275 m.kr. í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 66,9% í árslok 2019 en má lægst vera 8%.

 

 

2019

2018

Breyting milli ára %

Hagnaður viðskiptavina í sjóðunum

10.421

5.295

97%

Hreinar rekstrartekjur Íslandssjóða

1.713

1.469

17%

Rekstrargjöld

1.168

1.121

4%

Hagnaður fyrir skatta

545

348

57%

Hagnaður eftir skatta

436

278

57%

Eigið fé í árslok

2.433

2.275

7%

Eignir í stýringu

309.100

266.500

16%

 

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:

 „Það er sérstaklega ánægjulegt þegar svo vel tekst til að allir viðskiptavinir okkar njóta góðrar ávöxtunar en meðalávöxtun sjóða sem við stýrum var yfir 11% á árinu 2019. Einnig náðum við þeim sjaldséða árangri að skila bestu ávöxtun á landsvísu í þremur flokkum af fjórum samkvæmt flokkun Keldunnar. Árið 2020 fer einnig vel af stað en margt bendir til að ávöxtun skuldabréfa verði lægri í ár en hún hefur verið undanfarið. Því eru viðskiptavinir að dreifa sparnaði sínum á milli eignaflokka og velja bæði erlenda og innlenda hlutabréfasjóði í bland við skuldabréf og innlán. Eignadreifing er alltaf skynsamlegur kostur í sparnaði sem hugsaður er til lengri tíma.“

Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins og er dótturfélag Íslandsbanka. Ársreikningur félagsins er aðgengilegur hér.

Nánari upplýsingar um ársreikninginn veitir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri, í síma 844 2950.