Valmynd

Frábær árangur sjóða Íslandssjóða

Árið 2019 einkenndist af góðri ávöxtun íslenskra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Allir sjóðir í stýringu hjá Íslandssjóðum skiluðu jákvæðri raunávöxtun.
 
Aðeins einn innlendur sjóður skilaði yfir 20% raunávöxtun á árinu, það var hlutabréfasjóðurinn  IS EQUUS í stýringu Íslandssjóða. Nafnávöxtun hans var 24,3%
 
Sá skuldabréfasjóður sem skilaði hæstu ávöxtun hér á landi árið 2019 var IS Ríkisskuldabréf óverðtryggð í stýringu Íslandssjóða, með 13,2% nafnávöxtun. Sami sjóður hefur verið efstur í flokki allra óvertryggðra ríkisskuldabréfasjóða 5 ár í röð og er stærsti óverðtryggði sjóður landsins.

Einnig stýra Íslandssjóðir þeim blandaða sjóði sem var með hæstu ávöxtun á árinu 2019, það er sjóðurinn IS Einkasafn Erlent sem skilaði 26,4% ávöxtun.
 
Einkar sterkt er að ná besta árangrinum á landsvísu þvert á helstu eignaflokka og er til marks um vel heppnaða eignastýringu.

Sjóðastýring Íslandssjóða er sú stærsta hér á landi og einnig sú elsta, stofnuð 1994. Íslandssjóðir fylgja aðferðum ábyrgra fjárfestinga í allri eignastýringu og leggja sérstaka áherslu á loftslagsmál í fjárfestingarákvörðunum. Þá stýra Íslandssjóðir eina græna skuldabréfasjóði landsins.

https://www.frettabladid.is/markadurinn/arid-2019-var-ar-sparifjareigandans/