Valmynd

Árshlutauppgjör Íslandssjóða 2019

Góð ávöxtun sjóða og vöxtur einkenndi starfsemi Íslandssjóða á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir sjóðir Íslandssjóða skiluðu jákvæðri ávöxtun á tímabilinu og nam ávöxtun sjóðanna alls 8.010 milljónum króna sem renna til viðskiptavina félagsins. Hagnaður Íslandssjóða hf. nam 262 milljónum króna en 28,9% aukning varð á tekjum á milli ára. Nú starfar hjá félaginu 21 sérfræðingur í eignastýringu, 10 konur og 11 karlar. Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 298 milljarðar króna í lok tímabilsins. Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka.

Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu sex mánuði ársins 2019

  • Hagnaður sjóða í stýringu hjá félaginu sem rennur til viðskiptavina í formi ávöxtunar nam 8.010 m.kr. samanborið við 1.429 m.kr. árið áður og ríflega fimmfaldaðist á milli ára.
  • Hagnaður félagsins eftir skatta var 262 m.kr. samanborið við 108 m.kr. fyrir sama tímabil 2018.
  • Tekjur námu 912 m.kr. samanborið við 707 m.kr. á sama tímabili árið áður og hækkuðu um 28,9%.
  • Rekstrargjöld námu 584 m.kr. samanborið við 572 m.kr. á sama tímabili árið áður og hækkuðu um 2%.
  • Eigið fé 30. júní 2019 var 2.258 m.kr. en var 2.275 m.kr. í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall, reiknað samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 64,7% í lok júní, en þetta hlutfall má lægst vera 8,0%.
  • Í lok júní 2019 voru 22 verðbréfa- og fjárfestingasjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 165 milljörðum króna samanborið við 148 milljarða í árslok 2018.

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:

„Rekstur Íslandssjóða er áfram sterkur og góð ávöxtun sjóða og eignasafna hefur skilað sér til viðskiptavina okkar á þessu ári. Mikill meðbyr hefur skilað Íslandssjóðum aukinni markaðshlutdeild á sjóðamarkaði og nýjum sjóðum hefur verið sérstaklega vel tekið af sparifjáreigendum. Ber þar helst að nefna Græn skuldabréf en mikil áhersla er lögð á ábyrgar fjárfestingar hjá Íslandssjóðum og horfum við þar sérstaklega til umhverfis- og loftslagsmála.“

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri, í síma 844 2950 eða kjartan@islandssjodir.is