Valmynd

Ertu framúrskarandi framkvæmdastjóri?

Íslandssjóðir óska eftir umsóknum í starf framkvæmdastjóra.

Íslandssjóðir hf. er leiðandi félag á sviði sjóðastýringar og annast rekstur og stýringu verðbréfasjóða, fjarfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða. Félagið er sjálfstætt fjármálafyrirtæki í eigu Íslandsbanka hf. Nánari upplýsingar um félagið eru á heimasíðu þess, www.islandssjodir.is.

Íslandssjóðir voru á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2015, fimmta árið í röð samkvæmt ítarlegu styrk- og stöðuleikamati Creditinfo og er markmið starfsmanna og stjórnar að vera í fremstu röð.

Framkvæmdastjóri Íslandssjóða mun þurfa að standast hæfismat Fjármálaeftirlitsins.

Umsóknarfrestur er til og með 25. september

Upplýsingar og umsókn capacent.is

Starfssvið:

  • Dagleg stjórnun og rekstur félagsins.
  • Stefnumótun, áætlanagerð og markmiðasetning ásamt eftirfylgni.
  • Uppbygging sérhæfðra fjárfestinga.
  • Efling viðskiptaþróunar og aukning markaðshlutdeildar.
  • Ábyrgð á vönduðum vinnubrögðum á öllum sviðum í starfsemi félagsins.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Rekstrar- og stjórnunarreynsla.
  • Áhugi á að taka þátt í breytingum.
  • Stefnumiðuð sýn og leiðtogafærni.
  • Góð þekking á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum.