Valmynd

Greiðsla til sjóðsfélaga í Sjóði 9

Í árslok 2008 var Sjóði 9 slitið og fjármunir sjóðsins greiddir út til sjóðsfélaga. Sjóðurinn lýsti kröfu á slitabú Glitnis banka hf. sem óvissa ríkti um hvort  fengist viðurkennd og ekki var gert ráð fyrir að neitt fengist upp í kröfuna við slit sjóðsins.

Nýlega fékk Sjóður 9 kröfuna samþykkta og greidda og hefur sjóðurinn greitt sjóðsfélögum þá fjármuni sem  fengust vegna uppgjörs kröfunnar. Greitt var í hlutfalli við eign hvers viðskiptavinar eins og eignastaðan var við slit sjóðsins í lok október 2008.

Þeir sjóðsfélagar sem eiga rétt 300 kr. eða hærra fá upphæðina greidda inn á sparnaðarreikning sinn hjá Íslandsbanka. Eigi viðskiptavinur ekki reikning hjá Íslandsbanka skal hann hafa samband við VÍB í síma 440 4900 eða með tölvupósti á vib@vib.is til að nálgast greiðsluna.

Þeir aðilar sem eiga rétt á 299 kr. eða lægra fá upphæðina ekki greidda út þar sem kostnaður við framkvæmd útgreiðslunnar er metin hærri en útgreiðslufjárhæðin sjálf til dæmis vegna kostnaðar við póstburðargjöld, þar sem það er talið óhjákvæmilegt að tilkynna viðkomandi sjóðsfélögum um greiðsluna með bréfpósti.  Þess í stað mun útgreiðslufjárhæðin renna óskert til Barnaspítala Hringsins í lok árs 2016. Kjósi viðskiptavinur þó að fá greiðsluna greidda skal hann hafa samband við VÍB fyrir 1. desember 2016 í síma 440 4900 eða með tölvupósti á vib@vib.is.

Ekki er von á frekari greiðslum til sjóðsins.

Vakni einhverjar frekari spurningar hvetjum við viðskiptavini til að hafa samband við ráðgjafa VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka í síma 440 4900, til að fá frekari upplýsingar.