Valmynd

Geymsluvandræði í gullinu?

Fyrir fjöldamörgum árum hljómaði í auglýsingu frá banka...“í kolli mínum geymi ég gullið“. Textinn var líkingamál enda fá menn ekki „vexti og vaxtavexti...“af alvörugulli. Frá sjónarhóli fjárfestis er þetta einmitt eitt af höfuðeinkennum gulls, þ.e. það gefur ekkert af sér. Í vissum skilningi er fjárfesting í gulli í Meistaradeildinni hvað varðar spákaupmennsku. Ábatinn fer eftir því hvað næsti maður er tilbúinn til að borga. Nú þegar gull virðist glóa sem aldrei fyrr er rífandi gangur hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að geyma gull. Spurn fjárfesta, þ.e. aðila sem ætla sér ekki beinlínis að hagnýta sér málminn, eftir gulli hefur aukist gríðarlega. Hér ræðir t.d. um kauphallarsjóði (ETF´s) sem fjárfesta í gulli en þótti tíðindum sæta fyrir nokkrum vikum þegar sjóður af þeirri tegund varð stærsti kauphallarsjóður í heimi.

Upprunaleg grein á vef Business Week

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.