Valmynd

Soros leggur skóna á hilluna

Í gegnum tíðina hafa fáir fjárfestar vakið jafnmikla athygli og hinn ungverski George Soros. Sumar aðgerða hans í gegnum tíðina eru umdeildar,t.d. þegar hann veðjaði á lækkun breska sterlingspundsins. Í kjölfarið fékk hann nafnbótina „The Man that broke the Bank of England“. Hann hefur skrifað nokkrar bækur og um hann hafa verið skrifaðar bækur. Nú er komið að kaflaskilum en Quantum sjóður Soros mun ekki lengur hafa fé til umsýslu frá öðrum fjárfestum heldur fjárfesta hans eigið fé og skyldra aðila. 40 ára kafla sem hefur að meðaltali skilað 20% árlegri ávöxtun er lokið.

Upprunaleg grein á vef Businessweek

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.