Valmynd

Svefnlausar nætur í Seattle og trallað í Toulouse?

Þegar flugvélaframleiðendurnir Airbus og Boeing berast í tal má bregða fyrir sig íþróttamáli og tala um erkifjendur. Fyrirtækin hafa algera yfirburði í smíði flugvéla til farþegaflutninga og eru ein um hitunina þegar kemur að stærri flugvélum. Á tveimur stærstu flugvélasýningunum sem haldnar eru í Le Bourget í Frakklandi og í Farnborough í Englandi (sitthvort árið) nota fyrirtækin iðulega tækifærið og tilkynna um nýja sölusamninga. Á sýningunni í júní, sem haldin var í Le Bourget, skreytti Airbus sig með íburðarmeiri fjöðrum en Boeing en endurbætt gerð af A-320 vél fyrirtækisins, A-320neo, hefur selst hraðar en nokkur önnur farþegaflugvél fram til þessa. Í síðustu viku tilkynnti svo einn af traustustu viðskiptavinum Boeing, bandaríska flugfélagið American Airlines, um stærstu pöntun í sögu flugsins. Um ræðir 460 vélar sem skipt er á milli Airbus og Boeing, og er A-320neo þar á meðal, auk þess sem um ræðir afbrigði af Boeing 737 sem fyrirtækið mun þróa.

Upprunaleg grein á vef CNN Money

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.