Valmynd

Hvað með Dell...Michael Dell?

Vöxtur og viðgangur bandaríska fyrirtækisins Dell var á sínum tíma nánast einstæður. Fyrirtækið beitti nýjum aðferðum við að selja og framleiða tölvur. Viðskiptamódelið var svokallað built-to-order sem byggðist á því að ekki var framleitt fyrr en pöntun hafði borist. Fyrirtækið var skráð á markað árið 1988 og hækkaði gengi fyrirtækisins mikið á næstu árum og áratugum. Talað var um að þeir sem áttu sæmilegt af hlutabréfum í fyrirtækinu yfir allt tímabilið væru „Dellionaires“. Undanfarin ár hafa skipst á skin og skúrir í rekstrinum. Hinar miklu og að sumu leyti óvæntu breytingar í upplýsingatækni og samskiptaumhverfinu er eitthvað sem fyrirtækið þarf að takast á við eins og mörg önnur stór fyrirtæki í upplýsingatækni.

Upprunaleg grein á vef Fortune

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.