Valmynd

Tíminn og Bandaríkin

Staða efnahagsmála í Bandaríkjunum er snúin. Uppsveiflan í hagkerfinu sem hófst um mitt ár 2009 hefur ekki verið nægjanlega mikil til að lækka atvinnuleysi að ráði og undanfarna mánuði hefur hagkerfið heldur verið að hægja á sér. Mikill halli er á ríkissjóði og fylgifiskur þess er hröð skuldasöfnun hins opinbera. Þrátt fyrir góða afkomu bandarískra fyrirtækja halda þau að sér höndum í ráðningum og mörg hver eru líklegri til að auka umsvif sín erlendis frekar en í heimalandi sínu. Í nýjasta tölublaði Time Magazine er umfangsmikil umfjöllun um stöðu efnahagsmála í USA og má almennt segja að frekar dökk mynd sér dregin upp. Í lok greinarinnar eru menn hvattir til þess að horfa til Þýskalands og að hugsanlega megi læra af reynslu Þjóðverja varðandi uppbyggingu atvinnulífs og fjölgunar starfa.

Upprunaleg grein á vef Time.com

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.