Valmynd

Ekki bíða og vona...

Skuldavandi nokkurra ríkja á evrusvæðinu er kunnur. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa þegar lagt fram fjármuni til að aðstoða Grikkland, Írland og Portúgal, að uppfylltum vissum skilyrðum. Hagsögufræðingurinn Stephen Mihm og hagfræðingurinn Nouriel Roubini telja að menn séu á villigötum varðandi úrlausn á skuldavanda ríkjanna. Þeir telja óhjákvæmilegt að skuldir þeirra verði færðar niður með einhverjum hætti. Í meðfylgjandi grein færa þeir rök fyrir því af hverju mismunandi leiðir til lausnar vandans muni ekki skila árangri og að skynsamlegast sé að lánveitendur verði látnir bera skarðan hlut frá borði.

Upprunaleg grein á vef Project Syndicate

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.