Valmynd

Kóngarnir frá Katalóníu

Þegar spurt er hver sé galdurinn á bak við styrk og velgengni Barcelonaliðsins í knattspyrnu þá er auðvelt að segja að þeir séu með svo frábæra leikmenn. Nægir þar að nefna Messi, Puyol, Xavi og Iniesta svo dæmi séu tekin. En það er eftirtektarvert að Börsungar virðast telja að heimafenginn baggi sé hollur en miðað við mörg önnur lið í fremstu röð (t.d. Arsenal, Chelsea, Real Madrid) er Barcelona með hátt hlutfall leikmanna sem hafa verið uppaldir hjá félaginu. Ýmsir stjórnunarspekingar hafa eimmitt talið að fyrirtæki séu of upptekin af því að ráða til sín svokallaðar stjörnur frekar en að byggja upp og þróa góð lið. Mjög margir leikmanna Barcelona hafa verið nemendur í fótboltaskóla félagsins - La Masia eða Sveitabærinn - sem er heimavistarskóli. Þar er ekki einungis lögð áhersla á að auka hæfni með boltann heldur er liðsheildarhugsun, sjálfsfórn og þrautseigja ræktuð með nemendum.

Upprunaleg grein á vef The Economist

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.