Valmynd

Áfram táp og fjör í Trollhättan

Sænsku bílaframleiðendurnir Saab og Volvo eru samofnir hinni öflugu sænsku iðnaðarmaskínu. Fyrir suma Svía var það eins og verið væri að draga úr þeim endajaxlana þegar fyrirtækin komust fyrst í eigu erlendra aðila. General Motors keypti bílaframleiðslu Saab fyrir mörgum árum af „Stóra“ Saab en það fyrirtæki framleiðir t.d. flugvélar og ýmsan varnar- og eftirlitsbúnað. Ford keypti svo bílaframleiðslu Volvo árið 1999. Og nú hafa fyrirtækin fengið nýja eigendur. Kínverska fyrirtækið Geely Automobile gekk nýverið frá samningi við Ford um kaup á Volvo. Hollenska fyrirtækið Spyker Cars er nýr eigandi Saab en General Motors hefur ekki riðið feitum hesti frá rekstri Saab í gegnum tíðina. Um stund leit jafnvel út fyrir að framleiðslu Saab bíla yrði hætt. Og nú er að sjá hvort að gamla sænska seiglan nær að koma rekstrinum réttu megin við núllið á næstu árum.

Upprunaleg grein á vef Business Week

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.