Valmynd

Syndabúkur svarar fyrir sig

Í huga marga hefur frægðarsól Alan Greenspan, fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna hnigið hratt til viðar. Eftir að hafa verið lofaður og prísaður fyrir að stýra bandarísku efnahagslífi í gegnum þykkt og þunnt skipuðust veður í lofti og skömmunum tók að rigna yfir bankastjórann. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að kenna honum um að hafa lagt drjúgt af mörkum við að blása upp eignaverðsbólur, bæði á hlutabréfamarkaði fyrir áratug og ekki síst á bandarískum fasteignamarkaði. Í meðfylgjandi grein sem birtist nýlega í Fortune viðskiptatímaritinu er fjallað um Alan Greenspan og sjónarmið hans og annarra varðandi ýmis málefni. Í framhjáhlaupi má geta þess að árið 2008 kom út bók eftir Alan “The Age of Turbulance“ þar sem hann lýsir starfsferli sínum og mikilvægum viðfangsefnum og áskorunum í alþjóðlegu efnahags- og þjóðlífi á næstu árum og áratugum. Afar efnismikil og fróðleg bók.

Upprunaleg grein á vef CNN Money

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.