Valmynd

Stebbi sívinnandi

28. september 2000 tilkynnti Apple fyrirtækið að afkoma þess á þriðja ársfjórðungi yrði ívið lakari en spár hefðu gert ráð fyrir. Þrátt fyrir þetta var hagnaður fyrirtækisins að aukast mikið á milli ára. Eftir tilkynningu fyrirtækisins lækkaði verð hlutabréfa fyrirtækisins um 52%. Fyrir hverja milljón dollara sem upp á vantaði í hagnað tók Wall Street sig til og lækkaði markaðsverðmæti fyrirtækisins um 90 milljónir dollara. Og hver voru viðbrögð greiningarmanna í kjölfar þess að hægt var að kaupa bréf í fyrirtækinu á helmingi lægra verði? Eins og hendi væri veifað höfðu þeir flest á hornum sér og færðu niður mat sitt á fyrirtækinu og ráðlögðu fjárfestum að halda sig frá fyrirtækinu.  Síðan eru liðin níu ár og hlutabréfaverðið hefur sextánfaldast. Á Steve Jobs forstjóri Apple skilið titilinn forstjóri þessa áratugar?

Upprunaleg grein á vef CNN Money

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.