Vissir þú...

Undir Sjóðir getur þú skoðað alla 22 sjóði fyrir almenna fjárfesta. Undir Sérhæfðar fjárfestingar er svo að finna fagfjárfestasjóði en einungis fagfjárfestum er heimilt að fjárfesta í þeim.

Þú þarft ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af fjármunum þínum fyrr en við innlausn og greiðir þú því ekki fjármagnstekjuskatt af vöxtum ársins heldur ávaxtast sá hluti áfram þar til þú ákveður að innleysa.

Þess vegna eru viðskiptavinir í einkabankaþjónustu með hærri ávöxtun í IS Einkasöfnum vegna þess að þeir greiða lægri umsýslukostnað en aðrir viðskiptavinir.
 Þú getur tekið út fjármunina þína hvenær sem er. Uppgjörstími er mismunandi milli sjóða Íslandssjóða og er á bilinu 1-5 viðskiptadagar. Þ.e.a.s. frá því að sölupöntun er lögð fram líða 1 – 5 viðskiptadagar þar til fjármunir skila sér á bankareikning þinn.
IS Lausafjársafn fjárfestir aðallega í innlánum og er því afar heppilegur valkostur fyrir skammtíma sparnað. Hann skilar almennt hærri ávöxtun en innlánsreikningar og þú getur innleyst hvenær sem er með dags fyrirvara.
Í áskrift getur þú hafið reglulegan sparnað og er þá fyrirfram ákveðin upphæð millifærð fyrir þig mánaðarlega yfir í sjóð.

Fjárfesting í sjóðum felur í sér áhættu, því gengi sjóða getur lækkað jafnt sem hækkað. Fjárfesting í sjóði er þó áhættuminni en fjárfesting í einstökum verðbréfum vegna þess að sjóður fjárfestir í mörgum verðbréfum og dreifir þannig áhættunni.

Þú færð svo 10% afslátt af kostnaði við kaup í öðrum sjóðum í netbanka Íslandsbanka og 50% afslátt í áskrift.
Sjóðurinn IS Græn skuldabréf fjárfestir í grænum skuldabréfum sem hafa verið gefin út til þess að fjármagna verkefni sem hafa jákvæð áhrif á þróun í umhverfis- og samfélagsmálum.
Öllum sjóðum er stýrt af sérfræðingum með margra ára reynslu af markaði og er markmið sjóðstjóra okkar að stýra fjármunum viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
Þú borgar ekkert afgreiðslugjald ef þú kaupir í sjóði í gegnum netbanka Íslandsbanka eða Íslandsbankaappið. Ef þú kýst að fá aðstoð frá ráðgjafa þá er afgreiðslugjaldið 1000 kr.
Fjárfestingarstefnur sjóða eru mismunandi þ.e. í hvaða fjármálagerningum sjóðurinn fjárfestir í. Fjárfestingarstefnum sjóða verður ekki breytt nema með samþykki Fjármálaeftirlitsins.

Þú gætir verið einn af þeim! 

Byrjaðu að spara með því að smella hér!

Félagið var stofnað árið 1994 en sjóðurinn IS Ríkisskuldabréf meðallöng var stofnaður árið 1990.
Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.