Efling atvinnulífs

Íslandsbanki styður við uppbyggingu atvinnulífs með sérstakri áherslu á sjálfbærni í sjávarútvegi og endurnýjanlega orkugjafa. Bankinn styður frumkvöðlastarf m.a. í gegnum Frumkvöðlasjóð Íslandsbanka

Næstu skref

Opna allt

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka hefur frá árinu 2008 styrkt frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á ofangreindum sviðum.

Íslandsbanki er einn stofnaðila Íslenska ferðaklasans sem stofnaður var árið 2015. Hlutverk félagsins er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu með skilgreindu verkefnamiðuðu samstarfi.

Nánar

Íslandsbanki er einn stofnaðila Íslenska jarðvarmaklasans sem stofnaður var árið 2011. Hugmyndafræði samstarfsins gengur út á að sameina krafta ólíkra aðila á skipulögðum samstarfsvettvangi og nýta aflið sem þannig skapast sem drifkraft í nýsköpun og þróun.

Íslandsbanki hefur frá stofnun Íslenska sjávarklasans verið einn af aðal styrktaraðilum hans. Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi.

Nánar

Íslandsbanki hefur verið aðalstyrktaraðili Félags kvenna atvinnulífinu frá árinu 2010. Félagið var stofnað árið 1999 með það að leiðarljósi að tengja saman kvenstjórnendur og kvenleiðtoga í atvinnulífinu, efla samstarf og sýnileika þeirra í viðskiptum og stjórnun innanlands sem og erlendis.

Nánar

Íslandsbanki er aðalbakhjarl félags Kvenna í sjávarútvegi. Félagið hefur verið starfandi frá árinu 2013 og markmið félagsins er að styrkja og efla konur í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins sem og utan hans.

Nánar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall