Íþróttir, æskulýðsstarf og forvarnir

Íslandsbanki styður almenna lýðheilsu, líkamlega og andlega. Bankinn styrkir íþrótta- og æskulýðsstarf í þágu barna og ungmenna um land allt með styrkjum frá útibúum bankans. Íþróttafólk getur sótt um styrki í gegnum Styrktarsjóð Íslandsbanka og ÍSÍ sem stendur fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk.

Næstu skref

Opna allt

Íslandsbanki hefur verið stoltur stuðningsaðili Reykjavíkurmaraþons síðan 1997. Hlaupið hefur fest sig í sessi sem fjölskylduviðburður þar sem foreldrarnir hlaupa fyrst í löngum vegalengdum, fara svo heim og sækja börnin sem taka þátt í Latabæjarhlaupinu.

Nánar

Íslandsbanki er einn stofnanda Forskots, afrekssjóðs kylfinga. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni.

Íslandsbanki er stoltur styrktaraðili Hvað ef - skemmtifræðslu sem er leiksýning þar sem notast er við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu. Þar er á mjög nýstárlegan og skemmtilegan hátt farið yfir kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, eineltis, sjálfsmorða og fleira.

Nánar

Íslandsbanki var einn aðalstyrktaraðili Smáþjóðaleikanna sem haldnir voru í 30. sinn á Íslandi dagana 2. – 6. júní. Á leikunum kepptu níu Evrópulönd þar sem íbúafjöldi hvers lands fyrir sig er undir milljón. Á Smáþjóðaleikunum var keppt í ellefu íþróttagreinum og voru keppendur yfir 700 talsins.

Nánar

Íslandsbanki og forverar hans hafa verið einn aðalstyrktaraðili Special Olympics allt frá árinu 2000. Einn stærsti íþróttaviðburður ársins 2015, alþjóðaleikar Special Olympics, voru haldnir í Los Angeles 25. júlí til 2. ágúst síðastliðin og styður bankinn íslenska keppendur til góðra verka á leikunum.

Nánar

Íslandsbanki er aðalsamstarfsaðili Golfsambands Íslands í barna- og unglingastarfi. GSÍ er annað stærsta sérsambandið innan raða ÍSÍ og í samstarfi halda Íslandsbanki og GSÍ Íslandsbankamótaröðina og Áskorendamótaröð Íslandsbanka fyrir börn og unglinga.

Nánar

Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili Vestmannaeyjahlaups sem haldið er í Vestmannaeyjum í september ár hvert. Keppt er í karla- og kvennaflokki í þrem vegalengdum 5 km, 10 km og 21 km.

Íslandsbanki er stoltur styrktaraðili Fossavatnsgöngunnar. Gangan markar lok skíðavertíðarinnar og er ætlað að vera vettvangur fyrir alla unnendur skíðaíþróttarinnar og hollrar útiveru, hvort sem það eru þjálfaðir keppnismenn, útivistarfólk, trimmarar, byrjendur eða börn.

Nánar

Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili Hlaupahátíðar á Vestfjörðum sem haldin er í lok júlí ár hvert. Á hátíðinni er keppt í sjósundi, hjólreiðum, langhlaupum en einnig er hægt að taka þátt í þríþraut þar sem keppt er í öllum greinunum þrem.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall