Góðgerðarmál

Íslandsbanki styður við fjölmörg góðgerðarfélög í gegnum áheitasöfnun á hlaupastyrkur.is og starfsfólk bankans er hvatt til að rétta góðum málefnum Hjálparhönd á vinnutíma.

Næstu skref

Opna allt

Alls tóku 15.253 hlauparar þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka árið 2016 og söfnuðu hlauparar áheitum á hlaupastyrkur.is til styrktar góðgerðarfélögum um land allt. Samtals söfnuðust 97.3 milljónir. Frá því að áheitasöfnun hófst árið 2006 hafa yfir 500 milljónir safnast til góðgerðarmála.

Nánar

Íslandsbanki hvetur starfsmenn sína til að leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála. Starfsmenn bankans geta varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis og velja sér sjálfir það málefni sem þeir vilja veita liðsinni.

Íslandsbanki styður við bakið á slysavarnafélaginu Landsbjörg sem eru landssamtök björgunarsveita, slysavarna- og kvennadeilda og unglingadeilda á Íslandi. Fyrir félagið starfa þúsundir með það markmiði að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum.

Nánar

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er einn helsti styrktaraðili Landssambands eldri borgara. Sambandið var stofnað árið árið 1989 og markmið þess er að byggja upp öflug samtök eftirlaunafólks sem gæti réttar aldraðra og vinni að hagsmunamálum þeirra gagnvart stjórnvöldum.

Nánar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall