Fréttir

Árshlutauppgjör Íslandssjóða 2018

Stöðugleiki einkenndi starfsemi Íslandssjóða hf. á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður félagsins nam 108 milljónum króna en 11,2% aukning varð á þóknanatekjum á milli ára. Nú starfa hjá félaginu 20 sérfræðingar í eignastýringu, 9 konur og 11 karlar. Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 256 milljarðar króna í lok tímabilsins. Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka.
Nánar

Ársuppgjör Íslandssjóða 2017

Íslandssjóðir hf. högnuðust um 183 milljónir árið 2017 og námu hreinar rekstrartekjur 1.354 milljónum. Árið einkenndist af vexti og uppbyggingu í starfsemi félagsins en tveir nýir sjóðir voru stofnaðir á árinu.
Nánar

Árshlutauppgjör Íslandssjóða 2017

Mikill vöxtur einkenndi starfsemi Íslandssjóða hf. á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður félagsins jókst um 148% og var 114 milljónir króna og hreinar rekstrartekjur 694 milljónir króna.
Nánar

Ársuppgjör Íslandssjóða 2016

Íslandssjóðir hf. högnuðust um 97 milljónir króna árið 2016 og námu hreinar rekstrartekjur 1.170 milljónum króna. Árið einkenndist af fjárfestingu í vöruþróun og breytingum hjá félaginu.
Nánar

Breytingar á nöfnum sjóða

Gerðar hafa verið breytingar á nöfnum eftirfarandi sjóða Íslandssjóða. Breytingin er gerð til þess að auka samræmi milli nafna sjóða í rekstri félagsins.
Nánar
Almennur fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.