Fréttir

Jákvæðar fréttir

Hlutabréfasjóðir í virkri stýringu Íslandssjóða skiluðu ávöxtun umfram Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands (OMXI10GI) og Einkasafn E var með hæstu ávöxtun blandaðra sjóða hérlendis á árinu 2020 skv. Keldunni. Allir sjóðir Íslandssjóða skiluðu jákvæðri ávöxtun á árinu en yfir 11 þúsund sparifjáreigendur velja sjóði Íslandssjóða til að ávaxta sitt sparifé.
Nánar

Árshlutauppgjör Íslandssjóða 2020

Hagnaður verðbréfa- og fjárfestingasjóða Íslandssjóða á fyrstu sex mánuðum ársins nam 8,2 milljörðum króna sem renna til yfir 11.000 viðskiptavina í formi ávöxtunar.
Nánar

Ársuppgjör Íslandssjóða 2019

Hagnaður verðbréfa- og fjárfestingasjóða Íslandssjóða nam 10,4 milljörðum á árinu 2019 en hagnaðurinn sem nær tvöfaldaðist milli ára rennur til viðskiptavina Íslandssjóða í formi ávöxtunar.
Nánar

Frábær árangur sjóða Íslandssjóða

Árið 2019 einkenndist af góðri ávöxtun íslenskra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Allir sjóðir í stýringu hjá Íslandssjóðum skiluðu jákvæðri raunávöxtun. Aðeins einn innlendur sjóður skilaði yfir 20% raunávöxtun á árinu, það var hlutabréfasjóðurinn IS EQUUS í stýringu Íslandssjóða. Nafnávöxtun hans var 24,3%
Nánar

Árshlutauppgjör Íslandssjóða 2019

Góð ávöxtun sjóða og vöxtur einkenndi starfsemi Íslandssjóða á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir sjóðir Íslandssjóða skiluðu jákvæðri ávöxtun á tímabilinu og nam ávöxtun sjóðanna alls 8.010 milljónum króna sem renna til viðskiptavina félagsins. Hagnaður Íslandssjóða hf. nam 262 milljónum króna en 28,9% aukning varð á tekjum á milli ára. Nú starfar hjá félaginu 21 sérfræðingur í eignastýringu, 10 konur og 11 karlar. Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 298 milljarðar króna í lok tímabilsins. Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka.
Nánar

Grænn skuldabréfasjóður Íslandssjóða

Íslandssjóðir, elsta eignastýringarfyrirtæki landsins og dótturfélag Íslandsbanka, hefur stofnað sjóðinn IS Græn skuldabréf sem fjárfestir í skuldabréfum sem ætlað er að hafa jákvæð áhrif á umhverfi okkar og samfélag, til dæmis með fjármögnun verkefna sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Nánar
Almennur fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.