Ársskýrsla 2017

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður

Ávarp stjórnarformanns

Jafnréttismál voru ofarlega á baugi í bankanum á árinu líkt og í samfélaginu öllu. Fjölbreytileiki starfsfólks er algjör forsenda fyrir öflugum fyrirtækjarekstri og það er enginn vafi á því að jafnari kynjahlutföll eru öllum til bóta.

Lesa ávarp

Birna Einarsdóttir, bankastjóri

Ávarp bankastjóra

Árið 2017 var tímabil breytinga og uppbyggingar fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Við innleiddum nýtt skipulag, fullkláruðum flutning í nýjar höfuðstöðvar og endurnýjuðum grunnkerfi bankans. Við erum spennt að kynna ýmsar nýjungar á komandi misserum sem munu gagnast viðskiptavinum okkar.

Lesa ávarp

Árið 2017

2017
Janúar
Íslandsbanki hlýtur alþjóðlega vottun í uppýsingaöryggi
Fitch ratings hækkar lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/F3
Febrúar
Þúsundur taka þátt í Meistaramánuði Íslandsbanka
10 hugmyndir valdar í Startup Tourism
Kass valið besta íslenska appið á Íslensku vefverðlaununum
Íslandsbanki kveðurKirkjusand
Auglýsingaherferðin Mín áskorun hlýtur Áru verðlaunin á ÍMARK hátíðinni
Íslandsbanki veitir Vodafone ráðgjöf við kaup á eignum 365 miðla
Íslandsbanki afhendir Seðlabankanum og Þjóðminjasafninu mynt- og seðlasafn bankans
Íslandsbanki og Reykjavíkurborg skrifa undir samning um uppbyggingu íbúða á Kirkjusandi
Apríl
Laugardalur,nýtt og endurbætt útibú, opnar á Suðurlandsbrautinni
Maí
Þrettán námsmenn hljóta námsstyrk frá Íslandsbanka
Íslandsbanki breytir skipulagi
Ágúst
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka haldið og met slegið í áheitasöfnun þar sem söfnuðust 118 milljónir
Íslandsbanki hefur umsjón með söluferli Keahótela
September
Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka kynnt á árlegu Fjármálaþingi
Október
Flutningum lýkur í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturni
Íslandsbanki hefur umsjón með útgáfu skuldabréfa fyrir EIK fasteignafélag
S&P hækkar lánshæfismat Íslandsbanka í BBB+/A-2
Íslandsbanki gefur út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 750 milljón sænskra króna
Skýrsla um íslenskan sjávarútveg var gefin út
Besti bankinn á Íslandi að mati The Banker
Tveir starfsmenn til Sierra Leone með Aurora velgerðarsjóði í hjálparstarf
Útibúið í Norðurturni valið framsæknasta útibúið árið 2017 af The Financial Brand
Desember
Íslandsbanki kaupir til baka 150 milljónir evra af útistandandi skuldabréfaútgáfu bankans á gjalddaga í júlí 2018
Íslandsbanki á ánægðustu viðskiptavinina á bankamarkaði samkvæmt niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar fimmta árið í röð

Helstu tölur 2017

Hagnaður eftir skatta

Hagnaður eftir skatta nam 13,2 ma. kr. samanborið við 20,2 ma. kr. árið 2016. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 13,8 ma. kr. samanborið við 15,1 ma. kr. árið 2016.

Ný lán til viðskiptavina

Ný lán til viðskiptavina námu 199 ma. kr. samanborið við 163 ma. kr. árið 2016, sem er aukning um 22%

Viðurkenningar

Fimm ár í röð hefur Íslandsbanki fengið hæstu einkunn á meðal fjármálafyrirtækja samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar

Hreinar þóknanatekjur

Hreinar þóknanatekjur námu 13,8 ma. kr. sem er sambærilegt við fyrra ár.

Lán til viðskiptavina (eftir atvinnugreinum 31.12.17)
Lánshæfimat

Ársskýrsla Íslandsbanka 2017, ásamt ársreikningi samstæðu, áhættuskýrslu og samfélagsskýrslu gefa greinargóða mynd af starfsemi bankans og rekstri á árinu. Ársreikningurinn og samfélagsskýrslan eru á íslensku en ársskýrslan og áhættuskýrslan á ensku.

Hér má skoða skýrslurnar á PDF formi.

Ársskýrsla Ársreikningur Áhættuskýrsla Samfélagsskýrsla

Að auki má finna allt kynningarefni fyrir fjárfesta, s.s. kynningar, tilkynningar, einblöðung, excel og myndband, á vef fjárfestatengsla undir afkoma og tilkynningar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall