Upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu

Reglugerð ESB um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (hér eftir „SFDR“ ) var innleidd hérlendis með lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar og tók gildi 1. júní 2023. Í reglugerðinni er gerð krafa um að aðilar á fjármálamarkaði, líkt og Íslandssjóðir, birti upplýsingar til fjárfesta að því er varðar hvernig áhætta tengd sjálfbærni er felld inn, hvernig tekið er tillit til neikvæðra áhrifa á sjálfbærni, eflingu umhverfislegra eða félagslegra þátta og sjálfbærar fjárfestingar.

Ekki er tekið tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti á einingastigi

Íslandssjóðir taka að svo stöddu ekki tillit neikvæðra áhrifa fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti á einingastigi líkt og lýst er í a. lið 1. mgr. 4. gr. SFDR. Íslandssjóðir birta því ekki þær upplýsingar sem kveðið er á um í greininni.

Ástæðan fyrir því að Íslandssjóðir taka ekki tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti á einingastigi er að upplýsingagjöf varðandi félagið sjálft mun ekki gagnast endanlegum fjárfestum þar sem fjárfestingar þeirra eiga sér stað á vettvangi mismunandi sjóða í rekstri félagsins en ekki í félaginu sjálfu. Íslandssjóðir munu endurmeta árlega hvort taka skuli tillit til neikvæðra áhrifa af fjárfestingarákvörðunum á sjálfbærniþætti á einingastigi.

Tillit til neikvæðra áhrifa á sjálfbærni á stigi fjármálaafurða (sjóða)

Með hliðsjón af einkennum þeirra sjóða sem eru í rekstri félagsins hverju sinni og einkum hjá þeim sjóðum sem eru með „sjálfbæra fjárfestingu“ sem sérstakt fjárfestingarmarkmið eða sérstakt markmið um að efla „umhverfis- eða félagslega þætti“ munu Íslandssjóðir ákveða og birta hvort, og að hvaða leyti, tillit sé tekið til neikvæðra áhrifa fjárfestingarákvarðana á stigi fjármálaafurða.

Í tengslum við sjóði í rekstri Íslandssjóða, þar sem ekki er tekið gagngert fram að markmið þeirra sé að efla umhverfis- eða félagslega þætti eða að hafi sjálfbæra fjárfestingu að markmiði, munu Íslandssjóðir ekki taka tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestinga á sjálfbærni.

Í tengslum við sjóði í rekstri Íslandssjóða sem hafa sérstakt markmið um að efla umhverfis- eða félagslega þætti eða hafa sjálfbæra fjárfestingu að markmiði þá munu Íslandssjóðir taka tillit til neikvæðra áhrifa á sjálfbærni að því marki sem lýst er í útboðslýsingu viðkomandi sjóðs og birta helstu upplýsingar um áhrifin í ársreikningi viðkomandi sjóðs. 

Í öllum tilfellum vísast til útboðslýsingar viðkomandi sjóðs varðandi hvaða tiltekna stefna á þessu sviði á við um sjóðinn.