Valmynd

Afkoma Íslandssjóða hf. árið 2023

Hagnaður af rekstri Íslandssjóða var 514 milljónir króna árið 2023. Rekstur félagsins var stöðugur á árinu, þrátt fyrir töluvert útflæði úr sjóðum, og námu þóknanatekjur 2.000 milljónum króna. Krefjandi aðstæður á innlendum fjármálamarkaði komu niður á ávöxtun og afkomu af verðbréfaeignum.

Hjá Íslandssjóðum starfa 22 sérfræðingar sem nýta aðferðir ábyrgra fjárfestinga við eigna- og sjóðastýringu. Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 345 milljarðar króna í árslok. Þá stýra Íslandssjóðir 22 sjóðum fyrir almenna fjárfesta, en hrein eign sjóðanna var 184 milljarðar króna um áramót. Íslandssjóðir eru með um 30% markaðshlutdeild á sjóðamarkaði fyrir almenna fjárfesta.

Afkoma Íslandssjóða á árinu 2023

• Hagnaður félagsins eftir skatta var 514 m.kr. samanborið við 640 m.kr. árið 2022.
• Rekstrartekjur námu 2.107 m.kr. samanborið við 2.125 m.kr. árið áður og lækkuðu um 0,8%.
• Rekstrargjöld námu 1.4625 m.kr. samanborið við 1.324 m.kr. árið 2022 og hækkuðu um 107,6%.
• Eigið fé í árslok 2023 var 1.9925 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 43,5% en má lægst vera 8%.

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:

„Bratt vaxtahækkunarferli og þrálát verðbólga hefur haft töluverð áhrif á innlenda markaðinn undanfarið. Nú þegar útlit er fyrir að vaxtastig hafi náð hámarki og verðbólga er á undanhaldi geta spennandi tímar verið framundan fyrir sparifjáreigendur og fjárfesta. Vöruþróun okkar hefur miðað að því að gera viðskiptavinum kleyft að grípa þau tækifæri sem framundan eru og á dögunum kynntum við nýjan skuldabréfasjóð sem er með fókus á að nýta sveiflur og breytingar á vaxtastigi og verðbólgu sem best. “

Íslandssjóðir er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka.

Ársreikning félagsins er að finna hér

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, í síma 844 2950.