Frumkvöðlasjóður

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlegrar orku og sjálfbærs sjávarútvegs. 

Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á ofangreindum sviðum. Íslandsbanki greiðir 0,1% mótframlag í sjóðinn af innstæðu Vaxtasprota innlánsreikninga bankans á ársgrundvelli.

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka er mikilvægur vettvangur fyrir þróun framtíðarlausna til sjálfbærrar nýtingar og verndunar náttúruauðlinda. Sjóðurinn styrkir rannsóknir á sviði sjálfbærrar nýtingar orku og sjálfbærrar þróunar í sjávarútvegi og styðst við sérfræðiþekkingu starfsfólks Íslandsbanka við val á verkefnum.

Stjórn sjóðsins er tilnefnd af forstjóra Íslandsbanka og ber ábyrgð á að móta og taka ákvörðun um fjárfestingastefnu sjóðsins.

Frumkvöðlasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki í sjóðinn á vef Íslandsbanka.

 

Styrkþegar Frumkvöðlasjóðs



Stjórnina skipa

  • Rúnar Jónsson, viðskiptastjóri sjávarútvegs Íslandsbanka
  • Hjördís Björnsdóttir, sérfræðingur Netviðskiptum Íslandsbanka
  • Hjörtur Þór Steindórsson, viðskiptastjóri orkumála hjá Íslandsbanka

Úthlutunarreglur Frumkvöðlasjóðs voru samþykktar á stjórnarfundi haustið 2012. 

Sjóðstjórn mun úthluta fé tvisvar á ári til verkefna og auglýsir eftir umsóknum samkvæmt úthlutunarreglum. Stjórn sjóðsins getur einnig haft frumkvæði að samstarfi í áhugaverðum verkefnum í samstarfi við útibú bankans. 

Íslandsbanki leggur til stofnframlag og greiðir 0,1% mótframlag af innstæðu á Vaxtarsprota, reikningum bankans á ársgrundvelli.

Fyrirspurnir sendist á netfangið: islandsbanki@islandsbanki.is.

Frumkvöðlasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki í sjóðinn á vef Íslandsbanka

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall