Friðrik Sophusson, stjórnarformaður

Ávarp stjórnarformanns

Íslandsbanki er umsvifamikill þátttakandi í íslensku efnahagslífi og er stoltur af því að greiða skatta til samfélagsins. Það er þó vert að taka fram að skattar og gjöld á íslenskar fjármálastofnanir eru með þeim hæstu á heimsvísu.

Lesa ávarp

Birna Einarsdóttir, bankastjóri

Ávarp bankastjóra

Íslandsbanki hefur aðgreint sig frá keppinautum sínum þegar kemur að stefnu, nýsköpun og árangri. Fjögur ár í röð hefur Íslandsbanki verið valinn besti bankinn í Íslensku ánægjuvoginni.

Lesa ávarp

Helstu tölur 2016

Af heildarhagnaði bankans, nam hagnaður af reglulegri starfsemi 15,1 ma.kr.

Íslandsbanki gaf út 500 milljón evra skuldabréf í ágúst, sem var stærsta skuldabréfaútgáfa íslensks banka frá hruni og á hagstæðustum kjörum.

Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi, miðað við 15% eiginfjárhlutfall (CET1) var 10,7%.

Lánshæfiseinkunnir bankans voru nýverið hækkaðar, en Íslandsbanki er eina fjármálastofnunin á Íslandi með lánshæfismat í fjárfestingarflokki frá bæði S&P (BBB/A-2) og Fitch (BBB/F3).

Húsnæðislán hækkuðu um 19% á milli ára en Íslandsbanki var eini bankinn sem bætti við sig markaðshlutdeild meðal fasteignakaupenda á árinu.

Fjögur ár í röð hefur Íslandsbanki fengið hæstu einkunn á meðal fjármálafyrirtækja samkvæmt niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar.

Ársskýrsla Íslandsbanka 2016, ásamt ársreikningi samstæðu og áhættuskýrslu, gefur greinargóða mynd af starfsemi bankans og rekstri á árinu.

Hér má skoða skýrslurnar á PDF formi.

Ársskýrsla Ársreikningur Áhættuskýrsla

Að auki má finna allt kynningarefni fyrir fjárfesta, s.s. kynningar, tilkynningar, einblöðung, excel og myndband, á vef fjárfestatengsla undir afkoma og tilkynningar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall