Starfsþróun

Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólk fái tækifæri til þess að þróast í starfi, fái að takast á við ný verkefni og sé alltaf að læra eitthvað nýtt.

Nýsköpun og þróun

Margir halda að starf í banka feli í sér einhæfa vinnudaga og eintóman rekstur. Sú er alls ekki raunin því innan veggja bankans á sér stað mikil nýsköpun í vörum, kerfum og lausnum sem snerta flestalla landsmenn.

Fræðsla og endurmenntun

Við leggjum mjög mikla áherslu á fræðslu til starfsfólks. Við höldum námskeið innanhúss, fólk fer á fundi og ráðstefnur og er sífellt hvatt til þess að halda sér á tánum hvað þekkingu varðar.

Heilsustefna

Bankinn hefur undanfarin ár stigið mikilvæg skref í átt að bættri líðan starfsfólks. Við leggum mikið upp úr jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og reynum að stuðla að því að fólki líði vel, bæði í vinnunni og utan hennar.

Félagslíf

Hjá Íslandsbanka er gríðarlega virkt félagslíf. Bankinn stendur fyrir viðburðum fyrir allt starfsfólk en þar að auki tekur fólk sig saman innan og utan vinnu og gerir sér glaðan dag. Hér eru starfræktir margir klúbbar og stemningin mjög góð.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall