Þjóðhagsspá 2018-2020

Áratugurinn sem nú er að líða hefur verið tími mikilla umbreytinga í íslensku hagkerfi. Eftir mögur ár í kjölfar kreppunnar undir lok síðasta áratugar tók við mikill uppgangstími. Á suma mælikvarða hafa lífskjör á Íslandi aldrei verið betri. Uppsveiflan hefur heldur ekki verið á kostnað stöðugleika í viðlíka mæli og var nánast regla áratugina á undan.

Nú teljum við að hilli undir lok þessa vaxtarskeiðs. Við gerum ráð fyrir 3,4% hagvexti í ár, en að vöxturinn verði 1,5% á árinu 2019. Hægur vöxtur á komandi ári skrifast á samdrátt í atvinnuvegafjárfestingu, hóflegan einkaneysluvöxt og fremur lítinn vöxt þjónustuútflutnings. Þessir helstu drifkraftar vaxtar síðustu ára munu því taka sér eins konar kúnstpásu á næsta ári.

Horfur eru á að vöxtur glæðist að nýju á árinu 2020 og reynist þá 2,8%. Þar kemur við sögu líflegri vöxtur einkaneyslu, viðsnúningur til vaxtar í atvinnuvegafjárfestingu og áframhaldandi vöxtur annarrar fjárfestingar sem og útflutnings.

Spáin var kynnt á fjármálaþingi Íslandsbanka, en hér má horfa á dagskrá fundarins:

 Áhugaverðar staðreyndir úr Þjóðhagsspánni

Skýrsla um Þjóðhagsspá 2017-2019

Glærukynning frá fjármálaþingi Íslandsbanka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall