Vaxtasproti

Vaxtasproti er óbundinn sparnaðarreikningur sem hægt er að leggja inn á og taka út af hvenær sem er. 

Hægt er að stofna Vaxtasprota í Netbanka og útibúum Íslandsbanka.

Kostir

  • Óbundinn og óverðtryggður innlánsreikningur
  • Hægt að leggja inn og taka út hvenær sem er
  • Vextir greiddir árlega
  • Engin lágmarks innborgun
  • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir
  • Íslandsbanki leggur 0,1% mótframlag inn á Frumkvöðlasjóð

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka

Þegar þú sparar inn á Vaxtaprota þá leggur Íslandsbanki 0,1% mótframlag inn á sérstakan Frumkvöðlasjóð sem stofnaður hefur verið til að styrkja fyrirtæki sem vinna á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærs sjávarútvegs.

Til baka

Skilmálar

Stofnun reiknings
Reikningurinn er stofnaður í útibúi Íslandsbanka eða Netbanka Íslandsbanka.

Inn- og útborganir
Reikningurinn er ávallt opinn fyrir inn- og útborgunum. Enginn binditími og ekkert lágmark er á innborgunum á reikninginn.

Útborgun getur farið fram á hvaða afgreiðslustað bankans sem er, sé öðrum skilyrðum til úttektar fullnægt og fullgildum persónuskilríkjum framvísað eða vottuðu umboði reikningseiganda til úttektar. Umboðshafi skal sanna á sér deili með sama hætti og reikningseigandi og afhenda afrit umboðs til varðveislu í útibúi.

Vaxtatímabil
Vaxtatímabilið er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Vextir eru færðir á höfuðstól við lok hvers árs.

Þóknanir
Bankinn innheimtir engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða þóknanir.

Kjör og skilmálar
Reikningurinn er óverðtryggður innlánsreikningur með breytilegum vöxtum. Skilmálar þessir og kjör reikningsins eru háð ákvörðun bankans hverju sinni. Upplýsingar um kjör reikningsins er að finna í vaxtatöflu bankans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall