Fjármálaviðtal - Fáðu yfirsýn yfir fjármál heimilisins

Það er mikilvægt fyrir alla að fara reglulega yfir stöðu fjármálanna. Íslandsbanki býður upp á fjármálaviðtöl fyrir einstaklinga, fyrirtæki og námsmenn.

Ávinningur fjármálaviðtals

Fjármálaviðtal Íslandsbanka veitir þér góða yfirsýn yfir fjármál heimilisins, getur mögulega sparað peninga og hugsanlega komið í veg fyrir greiðsluerfiðleika.

Einnig eru fjölmörg úrræði í boði fyrir þá sem eru þegar komnir í greiðsluvanda

Í fjármálaviðtalinu munum við leita svara við eftirfarandi spurningum

  • Hvernig lítur efnahagur heimilisins út?
  • Er möguleiki að hagræða?
  • Er greiðslubyrði viðráðanleg?
  • Er svigrúm til sparnaðar?

Eignir og skuldir

Í Fjármálaviðtalinu er farið yfir efnahag heimilisins með tilliti til eigna og skulda. Verðmæti eigna og skulda getur breyst mjög mikið eftir efnahagsástandinu í þjóðfélaginu. Sú staða getur komið upp að eignir lækka tímabundið í verði án þess að skuldir lækki samhliða og því er mikilvægt að fylgjast með þróuninni.

Eignir geta m.a. verið:

  • Bifreiðar
  • Fasteignir
  • Innlán
  • Verðbréf

Skuldir geta m.a. verið:

  • Bílalán
  • Húsnæðislán
  • Neyslulán
  • Yfirdráttur

Rekstur heimilisins

Næsta skref er að skoða tekjur og gjöld heimilisins. Hvert heimili hefur ákveðið inn- og útstreymi af peningum. Það er nauðsynlegt að skoða þetta fjárstreymi til þess að gera sér grein fyrir hvort eitthvað mætti betur fara. Í framhaldinu er útbúið stöðumat og gefnar leiðbeiningar um hvernig er gott að halda utan um heimilisbókhaldið. Þannig fæst betri sýn yfir rekstur heimilisins og það leiðir til betri ákvarðanatöku.

  • Tekju- og kostnaðaráætlun
  • Markmiðasetning
  • Uppbygging sparnaðar

Lánasamsetning

Lán eru misjöfn eins og þau eru mörg. Lán geta orðið hagstæðari eða óhagstæðari með tímanum eftir því sem aðstæður á fjármálamörkuðum breytast, s.s. gengi krónunnar. Þess vegna er mikilvægt að skoða stöðu lána og meta þau reglulega. 

  • Er hægt að skuldbreyta óhagstæðu láni?
  • Er hægt að taka nýtt lán?
  • Er hægt að borga upp óhagstæðar skammtímaskuldir?


Fyrirvari

Athugið að ekki er um að ræða rekstrar- eða skattaráðgjöf af hálfu bankans eða starfsmanna hans.
Íslandsbanki áskilur sér rétt til að synja umsókn um fjármálaviðtal. Ástæður synjunar geta verið af ýmsum toga.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall