Persónuupplýsingar

Með því að auðkenna þig hér getur þú sótt um aðgang að persónuupplýsingum þínum. Áður en þú auðkennir þig viljum benda þér á að í Netbanka Íslandsbanka má nálgast ýmsar upplýsingar t.d. um innlán þín, útlán og greiðslukort.

Vinsamlega hinkrið á meðan við færum þig yfir á umsóknina

 

Vantar þig rafræn skilríki?

Nánar um vinnslu umsókna

Almenna persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins nr. 2016/679 sem innleidd var í íslenskan rétt með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga veitir þér rétt til aðgangs að persónuupplýsingum þínum með vissum undantekningum.

Áskilinn er réttur til að neita beiðni þeirra sem ekki geta sannað á sér deili.

Magn persónuupplýsinga sem bankinn geymir og vinnur með er mikið. Því biðjum við þig um að tilgreina á sem skýrastan hátt um hvaða upplýsingar eða vinnsluaðgerðir beiðnin snýst svo að við getum svarað beiðninni sem best.

Við gætum þurft að hafa samband við þig til þess að óska eftir frekari upplýsingum svo hægt sé að verða við beiðninni og því er nauðsynlegt að veita upplýsingar um það hvernig við getum haft samband við þig.

Við munum eingöngu nýta upplýsingarnar sem þú veitir okkur hér og þær upplýsingar sem kunna að safnast saman við vinnsluna til þess að afgreiða beiðnina.

Athugasemdir og fyrirspurnir má senda á personuvernd@islandsbanki.is.

Netspjall