Eignarhlutir

Íslandsbanka er heimilt samkvæmt 22. greina laga nr. 161 frá 2002 að yfirtaka tímabundið eignarhluti í fyrirtækjum í óskyldum rekstri vegna endurskipulagningar þeirra eða til fullnustu kröfu. 

Íslandsbanki á nú enga eignarhluti í óskyldum rekstri skv. skilgreiningu ofangreindra langa.

FyrirtækiEignarhlutur
Íslandsbanki óskar eftir tilboðum í eignarhlut sinn í Klakka. Tilboð skulu berast eigi síðar en kl. 16.00, mánudaginn 10. September 2018 Áhugasömum er bent á að hafa samband við Snæbjörn Sigurðsson, fjárfestingarstjóra Eignarhluta með tölvupósti í netfangið snaebjorn.sigurdsson@islandsbanki.is Um er að ræða 1,2% eignarhlut í félaginu og tengdar kröfur í A flokki.

Íslandsbanki á 30,1% hlut í Reiknistofu Bankanna hf. sem ekki telst starfsemi í óskyldum rekstri. Samkvæmt sátt Íslandsbanka, sem og annarra hluthafa Reiknistofu Bankanna, við Samkeppniseftirlitið nr. 14/2012 skal Íslandsbanki bjóða til sölu eignarhluti í Reiknistofu Bankanna þar til þriðjungur eignarhluta Íslandsbanka í Reiknistofu Bankanna hefur verið seldur.

Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða til sölu þriðjung af eignarhluti sínum eða 10% hlut. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka í gegnum netfangið fyrirtaekjaradgjof@islandsbanki.is

Síða uppfærð 31. ágúst 2018
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall