Starfsreglur

Gagnsæi er lykilþáttur í stefnu Íslandsbanka. Helstu verklagsreglur bankans eru aðgengilegar á vef hans. Er það liður í að skýra betur þær reglur og verkferla sem starfsemin byggir á.

Regluvörður Íslandsbanka er Rut Gunnarsdóttir, rut.gunnarsdottir@islandsbanki.is

Regluvarsla

Reglur um bankaviðskipti starfsmanna Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur sett sér reglur sem gilda um bankaviðskipti starfsmanna bankans til samræmis við kröfur laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Reglurnar eru bæði á íslensku og ensku.

Reglur Íslandsbanka hf. um meðferð viðskiptamannaupplýsinga

Íslandsbanki hefur sett sér reglur um meðferð upplýsinga sem hann vistar um viðskiptamenn sína í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Starfsmenn bankans eru bundnir þagnarskyldu og hafa eingöngu aðgang að þeim upplýsingum sem þeim er nauðsynlegt vegna starfsins. Þagnarskyldan gildir einnig eftir að starfsmaður hættir störfum hjá Íslandsbanka.

Viðskiptamenn geta óskað eftir afritum af upplýsingum skráðum um sig hjá útibúi, þjónustuveri og öðrum sviðum bankans. Viðskiptamenn geta jafnframt óskað eftir því að fá vitneskju um hvaða upplýsingar hefur verið unnið með varðandi þá og í hvaða tilgangi. Miðlun viðskiptamannaupplýsinga til þriðja aðila er óheimil nema það sé skylt samkvæmt lögum eða beiðni um það komi frá viðskiptamanninum. Gjald vegna framangreinds er innheimt samkvæmt gildandi verðskrá Íslandsbanka.

Verklagsreglur um kaup á upplýsingatækniþjónustu

Gildissvið
Verklagsreglur þessar gilda um kaup Íslandsbanka hf. á upplýsingatækniþjónustu þegar Reiknistofu bankanna er gefinn kostur á þátttöku í verkefnum, hvort sem um kaup á nýrri þjónustu er að ræða eða endurnýjun eldri rekstrar- eða þjónustusamninga.

Tengiliður Íslandsbanka vegna útboða eða verðkannana vegna kaupa á upplýsingatækniþjónustu er deildarstjóri rekstrarsamninga Íslandsbanka, s. 440-4000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall