Fréttir Greiningar

Dagvöruveltan slöpp í september

17.10.2013 09:43

Dagvöruvelta ágúst mánaðar féll ekki eins mikið á milli júlí og ágúst mánaðar og síðustu ár það fall virðist hins vegar aðeins hafa fært sig milli mánaða en dagvöruvelta septembermánaðar á föstu verðlagi dróst saman um 13,4% frá ágústmánuði. Þrátt fyrir að dagvöruvelta dragist alltaf saman milli þessara mánaða þá er höggið meira nú en síðustu ár. Veltusamdrátturinn milli júlí og septembermánaðar svipar aftur til síðustu ára sem bendir til þess að eðlilegur veltusamdráttur ágúst mánaðar hafa flutt sig inn í september. Dagvöruvelta árstíðarleiðrétt á föstu verðlagi eykst þó lítillega í mánuðinum eða um 1,9% sem bliknar þó í samanburði við veltutölur júlí og ágústmánaðar. Í júlí jókst árstíðarleiðrétt velta á föstu verðlagi um 4,5% en í ágústmánuði um 5,1%. Vel er hugsanlegt að þá mánuði megi sjá einhver áhrif af fjölgun ferðamanna þrátt fyrir að álíka vöxtur hafi ekki sést í þessum mánuðum síðustu ár.

Dagvöruvelta í hægum bataferli –  það sama má ekki segja um fataveltu

nullDagvöruveltan sem hefur haldist nokkuð stöðugt frá því að hún féll í kjölfar hruns virðist vera rólega að rísa úr öldudalnum. Það sama er ekki hægt að segja um veltu í fatasölu. Velta fatasölu hefur dregist nær samfellt saman frá hruni og vísitala hennar árstíðarleiðrétt á föstu verlagi stendur nú í sínu lægsta gildi frá hruni. Margar ástæður kunna að vera fyrir þessu, oft hefur t.d. verið rætt um að fatakaup Íslendinga hafi flust erlendis. Ferðir Íslendinga hafa aukist frá hruni þannig að hugsanlega liggur hluti ástæðunnar í auknum fatakaupum erlendis. Meðal annarra ástæðna gætu verið lengri nýtingu fata, aukin kaup á útsölum eða sérstökum tilboðum, færslu kaupa í ódýrari verslanir o.s.frv.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall