Fréttir Greiningar

Íbúðamarkaður í uppsveiflu

11.10.2016 10:47

Íslandsbanki heldur fund í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu Greiningar Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn. Á fundinum verður m.a. farið yfir helstu þætti sem þarf að hafa í huga við kaup og sölu íbúða. Farið verður yfir almenna stöðu íbúðamarkaðsins og væntanlega þróun íbúðaverðs, íbúðabygginga og helstu áhrifaþátta.

Fundurinn verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu mánudaginn 17. október og hefst stundvíslega kl. 17.00.

Húsið verður opnað kl. 16.30 og bjóðum við upp á kaffiveitingar.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Dagskrá:

Hvert er íbúðamarkaðurinn að fara? 
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka

Hvernig hefur íbúðaverð verið að þróast? 
Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka

Hverju þarf að huga að við íbúðakaup? 
Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka

Fundarstjóri verður Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.

 

 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall